Fréttir

Vannýtt tækifæri í íslenskum sjávarútvegi

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Sveinn Margeirsson, sviðsstjóri hjá Matís, fjalla um tækifæri í íslenskum sjávarútvegi á opnum fundi fim. 3. des. kl. 08:30 á Hilton Reykjavik Nordica Hotel, Suðurlandsbraut 2.

Að fundinum standa Matís, AVS sjóðurinn og Samtök fiskvinnslustöðva.

Markmið fundarins er að varpa ljósi á tækifæri og möguleika á betri nýtingu og auknum verðmætum. Íslendingar standa framarlega í nýtingu sjávarauðlinda og hafa sterk og öflug sjávarútvegsfyrirtæki með áralanga reynslu í að mæta þörfum markaðarins. En hráefnið okkar er takmörkuð auðlind og því nauðsynlegt að nýta það sem best og skapa úr því mikil verðmæti.

Getur verið að við séum að missa af tækifærum með því að flytja oft á tíðum út lítið unnið hráefni, getum við nýtt okkar vel menntaða fólk betur í þróun og markaðssetningu, getum við notað betur tækifærin sem felast í uppruna hráefnisins o.s.frv.

Þessi fundur getur varpað ljósi á framtíðarmöguleika íslensks sjávarútvegs.

Auglýsingu um fundinn má finna hér.

Fréttir

QALIBRA heilsuvogin – jákvæð og neikvæð áhrif innihaldsefna í matvælum á heilsu manna

Nú nýverið birtist grein um QALIBRA verkefnið en markmið verkefnisins er að þróa magnbundar aðferðir til að meta bæði jákvæð og neikvæð áhrif innihaldsefna í matvæum á heilsu manna.

Greinina má finna hér.

Nánari upplýsingar má fá hjá Helgu Gunnlaugsdóttur, helga.gunnlaugsdottir@matis.is

Fréttir

Hefðbundin matvæli 13 Evrópulanda

Matís tekur þátt í evrópska öndvegisnetinu EuroFIR um matvælagagnagrunna og efnainnihald matvæla. Nú er lokið verkþætti um hefðbundin (traditional) matvæli í Evrópu.

Valin voru fimm hefðbundin matvæli í hverju landi, framleiðsluferillinn var skilgreindur og síðan voru fjölmörg næringarefni mæld í afurðunum. Íslensku matvælin voru skyr, hangikjöt, súrsaður blóðmör, harðfiskur og kæstur hákarl. Þessi verkþáttur var unninn í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Upplýsingar um hefðbundnu matvælin hafa nú verið teknar saman og gefnar út í lausblaðamöppu. Texti er bæði á ensku og máli viðkomandi lands. Fjallað er um sögu matvaranna, framleiðslu þeirra og næringargildi. Upplýsingarnar hafa verið gefnar út á vefsíðu EuroFIR-verkefnisins og er hægt að nálgast þær á slóðinni:

eurofir.org

Einnig var gefin út almenn skýrsla um hefðbundin matvæli í Evrópu og má nálgast hana á slóðinni:

http://www.eurofir.net/temp/EuroFIRspSynthesisspReportsp6_TraditionalspFoodsspinspEuropehs4hs.pdf

Ástæða er til að benda á fjölbreytta útgáfu á vegum EuroFIR verkefnisins. Um er að ræða skýrslur og upplýsingablöð um fjölbreytt málefni sem tengjast efnainnihaldi matvæla. Nefna má umfjöllun um trans-fitusýrur, heilsufullyrðingar, lífvirk efni, reglugerðir og forrit.

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Reykdal, olafur.reykdal@matis.is.

Fréttir

Mikilvægi kælingar: frá miðum á markað – Fundur í Vestmannaeyjum

Kynningarfundur fyrir fiskiðnaðinn og flutningsaðila í Vestmannaeyjum – Matís ohf. og Háskóli Íslands.

Fimmtudaginn 26.nóv. verður haldinn kynningarfundur um niðurstöður í kæliverkefnunum Kælibót og Chill-on og Hermun kæliferla. Unnið hefur verið að umfangsmikil tilraunum á sviði kælingar á bolfiski frá miðum á markað. Þátttakendur í verkefninu tengjast mismunandi hlekkjum keðjunnar: hráefnismeðhöndlun, vinnslu, flutningi og markaðssetningu. Kynntar verða ýmsar tilraunir úr umfangsmiklum rannsóknum á kælingu fisks. Tilraunirnar voru framkvæmdar veturinn 2008-2009 við raunaðstæður. Samanburður hefur verið gerður á:

  • kæligetu mismunandi ísmiðla og á vélum til framleiðslu þeirra
  • kæliaðferðum við vinnslu (vökva- og roðkæling)
  • mismunandi umbúðum fyrir pökkun afurða
  • mismunandi flutningsleiðum (skip og flug) og áhrifum bættrar hitastigsstýringar við flutning kældra afurða.

Nú eru í gangi tilraunir þar sem bestu aðferðir fyrir hvern hlekk keðjunnar valdar saman og öll keðjan keyrð í einni tilraun við raunaðstæður. Flutningsferlar hafa verið kortlagðir m.t.t. tíma og hitastigs og verða kælihermar nýttir til að setja upp þá ferla til geymslu á afurðum. Með því móti er hægt að framkvæma nauðsynlegar mælingar án þess að flutningur frá sýnatökustað til tilraunastofa trufli niðurstöður. Á sama tíma verður hermt eftir flutningi á erlendan markað með því að senda fisk til Vestmannaeyja. Erlendir þátttakendur Chill-on (www.chill-on.com/) eru komnir til landsins og munu prófa sína tækni við þennan flutning.

Staðsetning:
Þekkingarsetur Vestmannaeyja – Strandvegur 50 – 900 Vestmannaeyjum
Sími: 481 1111 – Fax: 481 2669 – netfang: setur@setur.is

Dagskrá fundarins má finna hér.

Íslensku þátttakendur verkefnanna Kælibótar og Chill-on eru: Brim hf., Eimskip hf., Háskóli Íslands,  Icelandair Cargo, Matís ohf., Optimar á Íslandi ehf., Samherji hf., Samskip hf. Skaginn hf. og Opale Seafood.

Verkefnin eru styrkt af AVS, EU, Tækniþróunarsjóði Rannís og Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands.

Fréttir

Skemmtileg rannsókn – viltu taka þátt?

Nú er í gangi rannsókn um fiskafurðir sem er samstarfsverkefni fyrirtækja og stofnanna frá þremur löndum. Samstarfsaðilar í Noregi eru Nofima, Culinary Institute, Tank Design og Norska sjávarútflutningsráðið, í Danmörku viðskiptaháskólinn í Árósum (Aarhus School of Business), markaðsrannókna- og tölfræðideild.

Hér á Íslandi eru það Matís, FYLGIFISKAR, Lýðheilsustöð og Reykjavíkurborg (mennta- og leikskólasvið).

Okkur þætti vænt um ef þú gætir séð þér fært að svara könnuninni. Ekki er hægt að rekja svör til einstaklinga og nafn þitt mun að sjálfsögðu hvergi koma fram við úrvinnslu könnunarinnar. Könnunin tekur um 10 mínútur. Henni er svarað á netinu með því að fara inn á slóðina:  http://fishevidence.net/limesurvey/index.php?sid=88481&lang=is

Vinsamlegast fylltu út spurningalistann fyrir þann 4. desember.

Ábyrgðarmaður könnunarinnar er Gunnþórunn Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Matís á Íslandi og Themis Altintzoglou, doktorsnemi hjá Nofima í Noregi. Ef einhverjar spurningar vakna í sambandi við könnunina er hægt að hafa samband við Gunnþórunni eða Themis.

Með von um góð viðbrögð,
Gunnþórunn Einarsdóttir                                           Themistoklis Altintzoglou
Matís , Iceland                                                              Nofima, Norway
gunnthorunn.einarsdottir@matis.is                  themis.altintzoglou@nofima.no

Þrír vinningshafar verða dregnir út hér á Íslandi og eru 10.000 kr í verðlaun fyrir hvern.

Vinningshafar verða dregnir út þriðjudaginn 15. desember og verða nöfn þeirra sett inn á síðu Matís www.matis.is.  

Fréttir

Nordic Values in the Food Sector – Matís skipuleggur norræna ráðstefnu 15.-17. nóv nk.

Matvælaiðnaðurinn gegnir veigamiklu hlutverki á Norðurlöndum. Á síðustu árum hefur áhersla verið lögð á öryggi, sjálfbærni, hreinleika, hollustu og rekjanleika matvæla sem framleidd eru á svæðinu.

Ráðstefnan mun einbeita sér að þessum lykilþáttum á tímum vaxandi alþjóðlegra viðskipta með hráefni og unnin matvæli. Jafnframt verður tenging matvæla við uppruna, menningu og matargerðarlist á Norðurlöndum til umfjöllunar.

Meðal viðfangsefna á ráðstefnunni verða:

  • Öryggi matvæla í heimi alþjóðavæðingar
  • Samspil milli dýravelferðs, heilbrigðis og greiningar matvæla á markaði
  • Nýsköpun í matvælageiranum
  • Norræn menning og sjálfsmynd vs. nýsköpun
  • Staða matvælaiðnaðar á Norðurlöndum og möguleikar á heimsmarkaði

Markmiðið er að veita yfirsýn yfir stöðu matvælaiðnaðar á Norðurlöndum hvað varðar öryggi og nýsköpun á alþjóðavísu. Leitast verður við að skilgreina áskoranir og framtíðartækifæri fyrir norrænan mat.

Deila neytendur og iðnaðurinn áherslu yfirvalda á sjálfbærni, gæði, hreinleika, heilbrigði og rekjanleika? Hvaða atriði teljast mikilvægust? Hvernig skynja neytendur skilaboð um matvælaöryggi? Hvernig geta Norðurlönd lagt sitt af mörkum á alþjóðavettvangi í framtíðinni hvað snertir stjórnun og nýtingu auðlinda? Hvert eru alþjóðlegrir staðlar að stefna og hvernig geta stefnumótandi aðilar og aðilar úr iðnaðinum haft áhrif á þá? Eru ríkisstjórnir og einkafyrirtæki á Norðurlöndunum að búa til tæknilegar hindranir vegna áherslna sinna á hugtök eins og öryggi, hreinleika, heilsu, sjálfbærni og rekjanleika? Hvaða framtíðartækifæri og áskoranir standa frammi fyrir norrænum mat?

Fulltrúar frá mismunandi hagsmunaaðilum munu ræða þessi mál frá þeirra sjónarhóli. Ráðstefnan er ætluð matvælaiðnaðinum, vísindamönnum, neytendasamtökum, stefnumótandi aðilum og yfirvöldum. Niðurstöður verða birtar á vefsíðu ráðstefnunnar.

Vefur Nordic Values in the Food Sector – The way forward in a global perspective

Fréttir

Hvað er að gerast í Verinu?

Föstudaginn 13. nóvember kl. 13:30-17:00 mun fara fram kynningarþing um Verið á Sauðárkróki. Þar munu Verbúar kynna starfsemi sína. Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar setur þingið.

Gísli Svan Einarsson.  Verið Vísindagarðar
Helgi Thorarensen.
  Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum
Gunnlaugur Sighvatsson
.  Iceprotein           
Arnljótur Bjarki Bergsson
.  Líftæknismiðja Matís
Matthildur Ingólfsdóttir
.  Umhverfið þitt

Kaffihlé

Einstök verkefni kynnt
Stefán Óli Steingrímsson
, Hólaskóli – Háskólinn á Hólum. Óðalsatferli laxfiska
Ólafur Sigurgeirsson
, Hólaskóli – Háskólinn á Hólum.  Grasnytjar bleikju
Jón Þór Jósepsson
, Mjólkursamlagi KS. Að breyta ostamysu í arðbæra framleiðsluvöru
Björn Margeirsson
, Matís. Hitastýring í flutningsferlum sjávarafurða – tilraunir og líkanagerð
Hörður Kristinsson
, Matís. Tækifæri í lífefnavinnslu
Þorsteinn Ingi Sigfússon,
 Nýsköpunarmiðstöð Íslands.  NMI opnar á Sauðárkróki.

Fundarstjóri. Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Allir velkomnir

Skráning þátttakenda og nánari upplýsingar:
Gísli Svan Einarsson
gisli@veridehf.is

VERIÐ Vísindagarðar ehf.
Háeyri 1.  550 Sauðárkrókur
S:455-7930 ,  820-7930

Heimasíða Versins: http://veridehf.is/

Verid_Kynningarthing

Fréttir

Varmaflutningslíkan af grálúðu, frysting og þíðing – tækifæri til frekari verðmætasköpunar

Komin er út Matís skýrslan „Frysting og þíðing grálúðu – tilraunir og CFD hermun“, sem unnin var í verkefninu Hermun kæliferla. 

Frysting og þíðing grálúðu var rannsökuð með tilraunum og CFD líkönum smíðuðum með varma- og straumfræðihugbúnaðinum FLUENT. Í verkefninu hefur þegar verið sýnt fram á ótvírætt notagildi slíkra líkana fyrir flutningsferla ferskra afurða en niðurstöður þessarar skýrslu sýna að það sama gildir um frosnar afurðir. 

Í frystingartilrauninni var heilu bretti af hálffrosinni grálúðu komið fyrir í frostgeymslu og lofthiti og hiti grálúðu á mismunandi stöðum á brettinu mældur með hitasíritum. Tíminn, sem tók að frysta grálúðuna frá -10 til -5 °C undir -15 °C, var allt frá einum og upp í fjóra daga eftir staðsetningu á bretti. 

Varmaflutningslikan_graludu_3_nov_2009-2
Hitadreifing í láréttu plani fyrir miðri
hæð í stökum grálúðupoka eftir 10 klst. hitaálag (12,6°C umhverfishiti) skv. CFD líkani.  Upphaflegur vöruhiti var -26,0°C

Í þíðingartilraunum voru bæði stakir pokar og tuttugu pokar, sem staflað var á bretti,rannsakaðir í hitastýrðum kæliklefum Matís og HÍ. Upphitun fullfrosinnar vöru var kortlögð við aðstæður, sem komið geta upp við uppskipun úr frystitogurum eða 10 – 20 °C lofthita. Við niðurstöður tilraunanna voru bornar saman niðurstöður þrívíðra varmaflutningslíkana og fékkst almennt gott samræmi þar í milli. Við 10 klst. geymslu í 12,6 °C lofthita hækkaði hiti í stökum pokum úr um -26 °C í u.þ.b. -5 °C. Við jafn langt hitaálag hækkaði hiti í pokum á bretti úr -22,5 °C í allt frá -17 til -3 °C sem sýnir hversu óeinsleit hitadreifingin getur verið við langvarandi hitaálag. Niðurstöður CFD líkansins sýndu að 10 m/s vindur við uppskipun flýtir þiðnun frosins fisks á bretti verulega.

Nánar upplýsingar veitir Björn Margeirsson doktorsnemi Matís og HÍ, bjorn.margeirsson@matis.is

Fréttir

Fiskmarkaður fyrir almenning

Fram er komin áhugaverð samantekt um möguleika fiskmarkaðar fyrir almenning, þar sem gestir og gangandi geta kynnst óþrjótandi möguleikum íslensks sjávarfangs og komist í tæri við afurðirnar og keypt sér spennandi hráefni til matargerðar.

Af hverju tíðkast ekki hér á landi að almenningur geti keypt ferskan fisk á hafnarbakkanum eða á fiskmarkaði? Ísland er þekkt fyrir mikil og góð fiskimið og fiskafurðir af miklum gæðum. Af hverju er ekki gert meira út á upplifun í tengslum við fiskinn, bæði fyrir landsmenn og fyrir ferðamenn? Margir eru áhugasamir fyrir hugmyndinni um fiskmarkað, en af einhverjum ástæðum hefur henni ekki verið komið í framkvæmd.

AVS verkefninu „Fiskmarkaður fyrir almenning“ er nú lokið. Verkefnið snérist um að kanna grundvöll fyrir því að koma á fót fiskmörkuðum á Íslandi fyrir almenning og ferðamenn. Þá voru unnar tillögur að því hvernig mætti standa að slíkum markaði. Megintilgangurinn var að hvetja til stofnunar (smásölu-) fiskmarkaða víðsvegar um landið og þar með styrkja tengingu neytenda við sjávarafurðir. Mikill áhugi hefur verið á verkefninu og stefnir allt í að fljótlega verði slíkur markaður stofnaður í Reykavík.

Í þessum tillögum er farið yfir stöðu fiskmarkaða á Íslandi og hvað „smásölufiskmarkaðir“ geta haft upp á að bjóða. Þá eru tekin dæmi um fiskmarkaði erlendis, farið yfir mismunandi leiðir að því að setja upp smásölufiskmarkaði og farið yfir megin skrefin sem þarf að hafa í huga þegar farið er af stað. Loks er tekið dæmi um ferli við frumhugmyndavinnu að stofnun smásölufiskmarkaðar í Reykjavík.

Það er von höfunda að þessi samantekt kveiki áhuga á og stuðli að stofnun fiskmarkaða fyrir almenning víðs vegar um landið.

Skýrslur verkefnisins: Tillögur um stofnun smásölufiskmarkaðar á Íslandi.

Nánari upplýsingar um verkefnið má fá hjá Þóru Valsdóttur, Matís ohf.

Fréttir

Ráðstefnan FORVARNIR OG LÍFSSTÍLL 13. og 14. nóvember

Mjög áhugaverð ráðstefna fer fram á Grand hótel nk. föstudag og laugardag, 13. og 14. nóvember. Mjög margir starfsmenn Matís koma þar við sögu og flytja áhugaverð erindi og/eða stjórna fundum. Dagskrána má nálgast neðar á síðunni.

FORVARNIR & LÍFSSTÍLL
Ráðstefna fyrir fagfólk og almenning.
13.-14. nóvember 2009

1. HLUTI    SJÚKDÓMAR: 9.00-12.30
Fundarstjóri:   Inga Þórsdóttir.
09.00-09.10    Ráðstefnan sett.
09.10-09.35    Offita barna. Erlingur Jóhannsson.
09.35-10.00    Offita fullorðinna & sykursýki. Gunnar Sigurðsson.
10.00-10.25    Hjarta- & æðasjúkdómar. Thor Aspelund.
10.25-10.40    Kaffihlé
10.40-11.05    Heilabilunarsjúkdómar. Björn Einarsson.
11.05-11.30    Krabbamein. Jón Gunnlaugur Jónasson.
11.30-11.55    Meltingarsjúkdómar. Bjarni Þjóðleifsson.
11.55-12.20    Stoðkerfisvandamál & beinvernd. Björn Guðbjörnsson.

12.20-13.00    Matarhlé

2. HLUTI     ÁHÆTTUÞÆTTIR: 13.30-16.30
Fundarstjóri:   Halla Skúladóttir. 
13.00-14.00    Heart Disease and Nitric Oxide. Louis Ignarro.
14.00-14.25    Næring. Jón Óttar Ragnarsson.
14.25-14.50    Hreyfing. Janus Guðlaugsson.
14.50-15.15    Reykingar & lungnasjúkdómar. Þórarinn Gíslason.
15.15-15.25    Kaffihlé
15.25-15.50    Lífsstíll. Þórólfur Þórlindsson.
15.50-16.15    Aukaverkanir lyfja. Magnús Karl Magnússon.
16.15-16.40    Geðraskanir & forvarnir. Högni Óskarsson
16.40-17.05    Tannsjúkdómar & forvarnir. Sigfús Þór Elíasson.

SÍÐARI DAGUR: LAUGARDAGUR

3. HLUTI        MÁLSTOFUR: 10.00-12.30

Málstofa A     Efnaumhverfi Íslendinga
Fundarstjóri:  Dóra Guðrún Guðmundsdóttir.

a.     Mataræði Íslendinga. Inga Þórsdóttir. 
b.     Snefilsteinefni í íslenskum jarðvegi & matvælum. Laufey Steingrimsdottir.
c.     Efnainnihald íslenskra matvæla. Ólafur Reykdal.
d.     Matvælaeftirlit á Íslandi í dag. Jón Gíslason.
e.     Eiturefni í íslensku umhverfi & matvælum. Helga Gunnlaugsdóttir.
f.     Sýkla- & hormónalyf í íslenskum matvælum. Sigurður Örn Hansson.

Málstofa B      Framleiðsla & þróun á Íslandi
Fundarstjóri:    Sjöfn Sigurgísladóttir

a.      Lífefnavinnsla & hollustuefni úr íslensku lífríki. Hörður G. Kristinsson.
b.      Lyf úr íslensku lífríki. Elín Soffía Ólafsdóttir?
c.      Erfðabreytt matvæli, kostir & gallar – Einar Mäntylä.
d.      Jarð- & ylrækt. Magnús Á. Ágústsson.
e.      Fiskeldi & ómega-3. Jón Árnason.
f .      Ísland sem heilsuparadís. Grímur Sæmundsen.

12.30-13.00    Matarhlé

4. HLUTI        STEFNUMÓTUN: 13.00-14.30
Fundar- & umræðustjóri: Sigurður Guðmundsson.
13.00-13.30    Breyttar áherslur í heilbrigðiskerfinu. Vilmundur Guðnason.
13.30-14.00    Nýtt & heilbrigðara Ísland. Þorgrímur Þráinsson.
14.00-14.30    Framtíðaráskorun. Sigmundur Guðbjarnarson.

14.30-14.45    Kaffihlé.

5. HLUTI    PALLBORÐSUMRÆÐUR: 14.45-17.00
Allir frummælendur sitja fyrir svörum ásamt með eftirfarandi aðiljum:
Lúðvíg Guðmundsson & Hjörtur Gíslason: Megrunaraðgerðir
Karl Andersen: Fyrirbyggjandi aðgerðir með tilliti til hjartasjúkdóma.
Reynir Tómas Geirsson. Offita í meðgöngu.
Unnur Valdimarsdottir. Krabbamein & umhverfi.

IS