Faglegur leiðtogi í erfðafræði: Matís leitar að metnaðarfullum vísindamanni/konu til að leiða öflugt teymi og faglega uppbyggingu sviðsins.
Sjá nánar á vef Matís
Sjá nánar á vef Matís
Skýrslurnar voru unnar fyrir Vísinda- og tækniráð af verkefnahópi um rannsóknarinnviði og vöktun sem stýrt var af mennta- og menningarmálaráðuneytinu í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
Vorið 2014 fól Vísinda- og tækniráð mennta- og menningarmálaráðuneytinu að stofna verkefnahóp um rannsóknarinnviði og vöktun (sjá aðgerð 3.3. í Stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs 2014-2016). Var hópnum ætlað að fjalla um rannsóknarinnviði og kortleggja opinber vöktunarverkefni og að leggja fram tillögur um a) hvernig forgangsraða megi vöktunarverkefnum, b) hvernig stuðla megi að því að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar um vöktun, c) hvort unnt sé að auka hagkvæmni í fyrirkomulagi vöktunar og d) hvernig tryggja megi fjármagn til langtímaverkefna á sviði vöktunar.
Sýklalyfjaónæmi er ein helsta ógn sem steðjar að lýðheilsu, matvælaöryggi og framþróun í heiminum í dag skv Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Dauðsföll af völdum fjölónæmra baktería hafa aukist og er áætlað að sýkingar af völdum sýklalyfjaónæmra baktería valdi nú þegar um 700 þúsund dauðsföllum í heiminum á hverju ári, þar af 25 þúsund í Evrópu. Hver er staða sýklalyfjaónæmis á Íslandi og í Evrópu og hvernig má verjast frekari aukningu á lyfjaónæmum bakteríum?
Á tímabilinu 2003-2012 sá Matís um að safna gögnum vegna kerfisbundinnar vöktunar á óæskilegum efnum í sjávarfangi úr auðlindinni og voru niðurstöður þessarar vöktunar fyrir hvert ár teknar saman og gefnar út í skýrslu á ensku. Þessar skýrslur eru öllum opnar og aðgengilegar á heimasíðu Matís. Litið var á þessa sívirku vöktun á aðskotaefnum í sjávarfangi sem mikilvægan lið í því að tryggja hagsmuni Íslands vegna útflutnings sjávarafurða og tekjur sem leiðir af honum. Undanfarin ár hefur Matís ekki fengið fjármagn til að halda áfram að vinnu við þetta vöktunarverkefni og því hefur verið hlé á þessari mikilvægu gagnasöfnun sem og útgáfu niðurstaðna á tímabilinu 2013-2016. Það er því sérstakt fagnaðarefni að nú hefur verið gengið frá þjónustusamningi milli Atvinnu og nýsköpunarráðuneytisins og Matís um að hefja á nýjan leik kerfisbundna vöktun á óæskilegum efnum í sjávarfangi úr auðlindinni.
Verkefnið hófst í mars 2017 og stefnt er að því að taka sýni af helstu lykil útflutningstegundum íslensks sjávarfangs og mæla styrk óæskilegra efna s.s. ýmissa díoxín efna, PCB efna, varnarefna og þungmálma í þeim. Vísindaleg gögn af þessu tagi frá óháðum rannsóknaraðila um styrk óæskilegra efna í sjávarfangi eru mjög mikilvæg í markaðskynningum á sjávarafurðum fyrir væntanlega kaupendur og styrkir allt markaðstarf fyrir íslenskar sjávarafurðir. Gögnin nýtast ennfremur til að sýna fram á stöðu íslenskra sjávarafurða m.t.t. öryggi og heilnæmis sem og við áhættumat á matvælum.
Nánari upplýsingar veitir dr. Helga Gunnlaugsdóttir.
Fyrsta greinin nefnist á íslensku „Ástæður bjögunar, erfðaframför og breytingar á erfðafylgni fyrir kjötmat og ómmælingar í íslenska sauðfjárstofninum“ og er eftir Jón Hjalta Jónsson og Ágúst Sigurðsson.
Höfundar könnuðu hvort kynbótamat fyrir kjötmatseiginleika hjá íslensku sauðfé væri bjagað vegna vals á grundvelli dóma á lifandi lömbum. Einnig að athuguðu þeir áhrif úrvals á erfðafylgni fitu og gerðar sláturlamba og erfðaframfarir í stofninum. Erfðastuðlar voru metnir með gögnum fyrir árin 2000-2013 frá Bændasamtökum Íslands aðskilið fyrir mismunandi tímabil. Niðurstöður kynbótamats með tvíbreytugreiningu á kjötmatseiginleikum voru bornar saman við kynbótamat einnig keyrt með ómmælinganiðurstöður. Erfðafylgni var metin 0,41 árin 2001-2003 en 0,29 og 0,26 fyrir 2006-2008 og 2011-2013. Kynbótamat fyrir gerð reyndist bjagað hjá hrútum sem mikið er sett á undan í tvíbreytugreiningunni en engin merki svipfarsvals sáust gagnvart fitunni. Erfðaframfarir voru metnar -0,05 staðalfrávik erfða á ári fyrir fitu og 0,08 staðalfrávik erfða á ári fyrir gerð.
Höfundar komast að þeirri niðurstöðu að fjölbreytu kynbótamat og minnkandi erfðafylgni geti stuðlað að enn meiri ræktunarframförum til framtíðar. Þetta eru því afar áhugaverðar niðurstöður fyrir alla þá sem stunda rannsóknir á kynbótamati sauðfjár og koma niðurstöðum til ræktenda.
Grein númer tvö í ritinu nefnist „Yfirlit um byggkynbætur og yrkjatilraunir á Íslandi 1987-2014“ eftir Hrannar Smára Hilmarsson, Magnus Göransson, Morten Lillemo, Þórdísi Önnu Kristjánsdóttur, Jónatan Hermannsson og Jón Hallsteinn Hallsson.
Höfundar ráðast í það mikla verk að gefa yfirlit yfir kynbætur á byggi og yrkjatilraunir sem gerðar voru hérlendis á 28 ára tímabili, frá 1987 til 2014. Samanburðartilraunir fóru fram á 40 stöðum á landinu á tímabilinu, en tilraunastöðunum fækkaði og arfgerðum í hverri tilraun fjölgaði að jafnaði eftir því sem leið á tímabilið. Þetta er fyrsta samantekt á því mikla tilraunastafi sem unnið hefur verið á þessum 28 árum. Ein athyglisverðasta niðurstaða greinarinnar er að uppskera í íslensku tilraunum jókst á sama tíma og ræktunartímabilið styttist eftir sem leið á rannsóknatímann. Þetta getur bæði stafað af góðum árangri íslenska kynbótastarfsins og breyttum veðurfarsaðstæðum. Þá skiluðu íslensku kynbótalínurnar ekki aðeins meiri uppskeru í tilraunum eftir sem á leið heldur þroskuðust þær einnig fyrr.
Ræktun byggs á jaðri heimskautasvæða eins og Íslandi er á mörkum þess mögulega, sem endurspeglast meðal annars í stuttri ræktunarsögu byggs hérlendis. Mikilvægi byggræktunar hefur aukist undanfarin ár fyrir íslenskan landbúnað, sem meðal annars hefur verið skýrt sem afleiðing prófana á erlendum byggyrkjum og ekki síður kynbóta á íslenskum yrkjum fyrir íslenskar aðstæður, en einnig vegna batnandi umhverfisskilyrða. Niðurstöðurnar sem kynntar eru hér gefa gott yfirlit yfir sögu kynbótaverkefnisins og eru því mikilvægar áframhaldandi byggyrkjatilraunum fyrir íslenskan landbúnað og geta einnig nýst öðrum sambærilegum verkefnum á jaðarsvæðum í heiminum.
Grein númer þrjú í ritinu nefnist „Stofn gæsamatar (Arabidopsis thaliana) frá Íslandi greindur með aðferðum frumuerfðafræði og raðgreiningu erfðamengis“ eftir Terezie Mandáková, Hjört Þorbjörnsson, Rahul Pisupati, Ilka Reichardt, Martin A. Lysak og Kesara Anamthawat-Jónsson.
Það er ekki á hverjum degi sem ný plöntutegund finnst á Íslandi, en hér greina höfundar einmitt frá því. Latneska heitið á plöntunni er Arabidopsis thaliana og fékk hún íslenska heitið gæsamatur. Þessi nýja tegund fannst í maí 2015 á jarðhitasvæði við Deildartunguhver á Vesturlandi. Þurrkuðum plöntum var komið fyrir í plöntusafni AMNH og sýnum var safnað fyrir litningagreiningu og raðgreiningu erfðamengis. Nú vill svo til að fjöldi greininga er til víðsvegar frá í heiminum á erfðaefni gæsamatar, þannig að hægt var að rekja skyldleika íslensku plantnanna. Raðgreining sýndi mestan skyldleika við sýni frá Svíþjóð, en þó með lágum skyldleikastuðli. Því er niðurstaðan sú að þótt íslenski gæsamaturinn sé skyldari stofnum frá Skandinavíu en stofnum annars staðar frá, hefur hann upphaflega ekki borist frá neinum af þeim stofnum sem fyrirfinnast í safni 1001 erfðamengja gæsamatar víðsvegar að úr heiminum. Nú hafa sýni frá Íslandi bæst í safnið og þó okkur flestum þyki skemmtilegast að vita um nýja plöntutegund á Íslandi þá eru sérfræðingar erlendis sennilega enn spenntari fyrir raðgreiningunni rannsókn höfunda á skyldleika íslensku plantnanna við gæsamat annars staðar í heiminum.
Fishmeal and fish oil processing on board freezer trawler
Hvenær hefst þessi viðburður: 3. maí 2017 – 15:00
Staðsetning viðburðar: Matís
Nánari staðsetning: Stofa 312
Á síðustu árum hefur áhersla á sjálfbæra nýtingu sjávarafurða aukist mikið, og má það rekja til aukinnar vitundarvakningar varðandi verðmæti aukaafurða. Markmið þessa verkefnis er að leggja fram mismunandi tillögur að fiskmjöls- og lýsisvinnslu fyrir nýja frystitogara, finna stofnkostnað og meta raunhæfni innleiðingar. Skoðaðar hafa verið mismunandi tæknilausnir og mat lagt á arðbærni. Gerð var greining á efnainnihaldi hráefnisins, lagt mat á tekjur, orkukostnað, annan breytilegan rekstrarkostnað og fastan kostnað. Niðurstöður þessa verkefnis munu nýtast útgerðarfyrirtækjum við mat á uppgreiðslutíma á fiskimjöls- og lýsisvinnslu fyrir frystitogara. Þannig verður hægt að bera raunveruleg tilboð frá framleiðendum við niðurstöður verkefnisins og fá þannig mat á uppgreiðslutíma fjárfestingarinnar.
In recent years, sustainable operations of the fishing industry has got a lot of attention. This trend is based on the fact that awareness of the value various bi-products, besides the fish filets, brings to the operators. The purpose of this project is to evaluate different types of solutions for fishmeal and fish oil processing on board freezer trawlers in regard to investment- as well as operations costs. The available raw material has been analysed, revenues estimated and compared to variable and fixed costs. The results can be used to evaluate actual offers from system suppliers and by doing so
Sveinn Víkingur Árnason.
Mikilvægt er að nýta þau tækifæri sem fyrir hendi eru til að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið frá athafasemi okkar. Í virðiskeðjum sjávarfangs er eftir miklu að slægjast varðandi bætt umhverfisáhrif frá veiðum og vinnslu. Liður í bættum áhrifum af vinnslu sjávarfangs er raforkuvæðing fiskmjölsframleiðslu á Íslandi en mikilvæg skref hafa einmitt nýlega verið stigin í þeim efnum.
Eins og greint var frá í aðdraganda vorfundar félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda (FÍF) hafa félagið og Landsvirkjun tekið höndum saman um að stuðla að aukinni notkun endurnýjanlegrar orku í fiskmjölsiðnaði eins kom fram í viljayfirlýsingu sem Jón Már Jónsson formaður FÍF og Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar undirrituðu. Eins og verkast vill í íslensku samfélagi flýgur gjarnan fiskisagan.
Á opnum fundi Hafsins Öndvegisseturs um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins um loftslagsmál – áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi, fimmtudaginn 6. apríl, vék Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra máli sínu að framangreindum áformum í opnunarerindi.
“Ágætt dæmi um árangur í loftslagsmálum að frumkvæði atvinnulífsins er rafvæðing fiskimjölsverksmiðja. Þar hafði greinin sjálf frumkvæði að því að skipta úr olíu í rafmagn. Allir munu vera sammála um ágæti þess, auk loftslagsávinningsins minnkar loftmengun og starfsskilyrði batna við rafvæðingu. Það hafa hins vegar verið blikur á lofti vegna hækkaðs raforkuverðs. Ég fagna þess vegna nýgerðri viljayfirlýsingu Landsvirkjunar og Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda um að auka hlut endurnýjanlegrar orku við fiskimjölsframleiðslu.”
Á fundinum kom í ljós almenn ánægja með framangreind áform. Hörður Arnarson sagði frá því að til þess að Landsvirkjun og FÍF gátu komið sér saman um framangreinda viljayfirlýsingu þurfti til gagnkvæman skilning á rekstri og rekstrarumhverfi hvors aðila. Hafði Hörður á orði að fiskmjölsverksmiðjur væru tæknilega krefjandi viðskiptaaðili m.t.t. eðlis rekstrarins og óvissu.
Þá sagði Hörður að aðkoma Matís hefði átt þátt í þeirri niðurstöðu sem að endingu varð.
Þetta er einungis eitt dæmi um það að með samstilltum aðgerðum getum við náð árangri í þessum málum sem öðrum og haft áhrif á þróun mála.
Í því samhengi má benda á að ársfundur Landsvirkjunar fer fram í dag, miðvikudaginn 26. apríl kl. 14:00 á Hilton Reykjavík Nordica.
Einkaleyfastofan býður til morgunverðarfundar í tilefni Alþjóðahugverkadagsins. Morgunverðafundurinn verður haldinn í Norræna húsinu þann 28. apríl frá frá kl. 8:45 til 10. Aðgangur á fundinn er ókeypis en fundargestir eru beðnir um að senda staðfestingu um þátttöku á postur@els.is.
Sjá nánar á heimasíðu Einkaleyfastofunnar.
Hugmyndin að Vísindagöngunni kviknaði meðal vísindafólks og áhugafólks um vísindi í Bandaríkjunum í lok janúar en gengið verður til stuðnings vísindum í Washington D.C. þann 22. apríl. Hugmyndin barst um heiminn og til varð alþjóðahreyfing sem standa mun fyrir sams konar göngum víða um lönd. Hér á landi standa vísindamenn og áhugafólk um vísindi fyrir göngunni.
Markmið hreyfingarinnar er meðal annars að vekja athygli á vísindum sem einni af meginstoðum lýðræðislegs samfélags sem þjónar sameiginlegum hagsmunum þjóða og stuðlar m.a. að upplýstum ákvörðunum í þágu almennings.
Vísindagangan fer fram í skugga þeirra breytinga sem hafa orðið á umhverfi vísindamanna og vísindalegrar afstöðu við ákvarðanatöku í Bandaríkjunum frá því að stjórn Donalds Trump tók við þar í landi í janúar. Stefnumörkun nýrra valdhafa mun hafa víðtæk áhrif um allan heim og takmarka möguleika vísindamanna til þess að stunda rannsóknir og miðla þekkingu sinni og uppgötvunum. Því horfumst við í augu við mögulega framtíð þar sem fólk virðir ekki einungis vísindalega þekkingu að vettugi heldur reynir að útiloka hana algerlega.
Vísindin eiga víðar undir högg að sækja en í Bandaríkjunum. Hér á landi liggur fyrir fjármálaáætlun á vegum ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem gerir ráð fyrir að háskólakerfið verði áfram fjársvelt og niðurskurði á samkeppnissjóðum á næsta ári. Þá hefur fjölda fræði- og vísindamanna verið sagt upp störfum í opinberum háskólum í Danmörku.
Í Vísindagöngunni er einnig ætlunin að fagna vísindunum, því hlutverki sem þau hafa í lífi okkar allra og undirstrika nauðsyn þess að virða og hvetja til rannsókna sem stuðla að auknum skilningi okkar á heiminum. Því þurfum við að standa vörð um vísindin.
Áhugafólk um vísindi á öllum aldri er hvatt til að mæta í gönguna. Safnast verður saman á Skólavörðuholti við styttuna að Leifi Eiríkssyni þaðan sem gengið verður niður Skólavörðustíg og Bankastræti, eftir Austurstræti, yfir Austurvöll og að Iðnó. Þar verður haldinn umræðufundur sem hefst á stuttum erindum frá vísindafólki en þau munu fjalla um hættuna sem steðjar að vísindunum í Bandaríkjunum og víðar og áhrif þess á umheiminn.
Nánari upplýsingar um gönguna eru á Facebook-síðu hennar hér á landi: https://www.facebook.com/events/608584169266237/
og heimasíðu hinnar alþjóðlegu hreyfingar: https://www.marchforscience.com/
Matís hefur, ásamt Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Hampiðjunni og Marel, verið virkur þátttakandi í DiscardLess verkefninu sem leitt er af danska tækniháskólanum DTU frá upphafi (mars 2015). Verkefninu er ætlað að greiða fyrir innleiðingu á brottkastsbanninu sem verið er að innleiða innan evrópska fiskiskipaflotans. Evrópskir ráðamenn og aðrir hagaðilar horfa til Íslands og annarra landa sem reynslu hafa af því að starfa undir brottkastsbanni og því er innlegg Íslands mikilvægt í verkefninu, auk þess sem Matís leiðir einn vinnupakka og er með lykilhlutverk í nokkrum öðrum vinnupökkum.
Meðal aðgerða sem íslensk stjórnvöld hafa gripið til með það fyrir augum að stemma stigu við brottkasti má nefna, sveigjanleika við tilfræslu aflaheimilda, heimild til löndunar meðafla utan aflaheimilda hvar meirihluti aflaverðmætis rennur í Verkefnasjóð Sjávarútvegsins, reglur um hlutfall hausa af afla vinnslu skipa sem landað skuli í samræmi við lestarrými vinsluskipanna, eins má rifja upp reglur um löndun grásleppu og kvaðir um löndun lifrar þorsks, ufsa, löngu, keilu og skötusels sem og þorsk og ufsa hrogna (við grásleppu veiðar). Aukin áhersla á nýtingu afla til verðmætasköpunnar hefur leitt til þess að lifur er tekin með í reikninginn við skiptingu aflaverðmætis skv. hlutaskiptakerfi.
Dagana 6. – 10. mars fór ársfundur í DiscardLess verkefninu fram í Róm. Fundurinn í Róm var annar ársfundur í DiscardLess og markar hann að verkefnið er nú hálfnað. Frá Matís tóku þeir Jónas Rúnar Viðarsson og Kristinn Ólafssson þátt í fundinum, sem þótti takast með eindæmum vel. Fundurinn var haldinn í höfuðstöðvum FAO og var sóttur af 60 þátttakendum og um 50 hagaðilum (stakeholders) sem voru innvinklaðir í fundardagskrána á ýmsan veg. Ísland átti sinn fulltrúa í hópi hagaðilanna, Kristján Þórarinsson frá SFS, sem sat fundinn fyrir hönd íslensks sjávarútvegs og talaði þar máli útgerða sem starfað hafa undir brottkastsbanni í rúma þrjá áratugi. Kristján hélt áhugaverða tölu sem vakti mikla athygli, þar sem hann skýrði frá áhrifum brottkastsbannsins á íslenskan sjávarútveg. Hvað þar við nokkuð annan tón en heyrst hafði frá kollegum hans í Evrópu, sem höfðu kvartað mikið yfir banninu. Kristján færði rök fyrir því að bannið hafi verið mikið gæfuspor fyrir íslenskan sjávarútveg og að það væri í raun skylda þeirra sem treyst er fyrir náttúruauðlindum að fara vel með.
Jónas fór yfir nokkur af mikilvægustu atriðunum sem draga má lærdóm af reynslu Íslendinga af brottkastbanni, nærri fjagra áratuga þrotlausri viðleitni til bættrar umgengni um auðlindir sjávar og aukinnar sjálfbærni. Jónas vék einkum að þeim atriðum sem eru auðvledlega yfirfæranleg og nýta má í fjölbreyttum sjávarútvegi víðsvegar fyrir ströndum Evrópulanda. Þá sýndi Jónas þróun sem átt hefur sér stað fyrir Íslandsströndum í tilviki ýsu. Sem og tillögur að bættum aðbúnaði um borð í fiskiskipum á Biscay flóa þannig að áhafnir geti gert að aflanum og komið með allan afla að landi.
Hér er örstutt myndbrot sem víkur að nýtingu Íslendinga á auðlindum sjávar.
Nánari upplýsingar veitir Jónas R. Viðarsson faglegur leiðtogi varðandi Örugga virðiskeðju matvæla.