Fréttir

Frábær árangur Matís og Háskóla Íslands í rannsóknastarfi Evrópu, Horizon2020

Ráðstöfun fjármuna til rannsókna- og nýsköpunar eykst og er þessi þróun í samræmi við stefnu Vísinda- og tækniráðs. Alþjóðlegt rannsókna og nýsköpunar samstarf gegnir lykilhlutverki fyrir kraftmikið rannsókna- og þróunarstarf hér á landi þar sem fyrirtæki og vísindasamfélag vinna saman að því að efla og endurnýja atvinnulífið. Erlent fjármagn stendur undir um fjórðungi af rannsókna- og nýsköpunarstarfi hér á landi. Evrópskt samstarf um rannsóknir og nýsköpun er Íslendingum mikilvægt.

Matis_Horizon2020_Innova.se_1Matís og Horizon2020 skv. Vinnova 

Íslendingar, íslensk fyrirtæki og íslenskir háskólar, hafa aukið ráðstöfun fjármuna til rannsókna- og nýköpunarstarf. Rannsóknir og þróun búa í haginn fyrir öflugt atvinnulíf til framtíðar. Samstarf um rannsóknir og þróun er mikilvægt. Mkilvægt er að hámarka áhrif fjárfestinga í rannsóknum og nýsköpun. Mikilvægt er að fyrir hendi séu traustir og öflugir innviðir til rannsókna og nýsköpunar.

Í samræmi við stefnu Vísinda- og tækniráðs hefur ráðstöfun fjármuna til rannsókna og nýsköpunar aukist. Stefna Vísinda og tækniráðs er að hlutfall rannsókna og þróunar nemi um 3% af vergri landsframleiðslu. Til samanburðar má geta þess að í Japan gengið út frá því að hið opinbera leggi 1% af landsframleiðslu til rannsókna og þróunar og einkaaðilar leggi 3% af landsframleiðslu til rannsókna og þróunar, eins og fram kom nýlega. Eins og Hagstofa Íslands greindi frá 11. október sl. og bent var sérstaklega á í fréttaskýringu Kjarnans sem og leiðara Morgunblaðsins 12. okróber s.l. hafa umsvif rannsókna og þróunarstarfs aukist hér á landi. Árið 2013 var hlutfallið 1,76%, árið 2014 var hlutfallið 2,01% og í fyrra voru útgjöld til rannsókna og þróunarstafs um 2,19% af landsframleiðslu. Aukin umsvif nýsköpunar má að vissu leiti rekja til stefnumörkunar Vísinda og Tækniráðs og eftirfylgni þeirrar stefnu en án áframhaldandi rannsókna og þróunarvinnu þeirra stoða sem fyrir voru hefði aukningin varla komið fram í hagtölum.

Fyrirtæki, Matís þ.m.t., hafa aukið mjög ráðstöfun fjármuna til rannsókna og þróunarstarfs. Fyrirtæki vörðu 12,7 milljörðum meira til nýsköpunarstarfs árið 2015 en 2013 munar þar mestu um 6,2 milljörðum meiri útgjöld sem erlendir einkaaðilar lögðu til, nam árið 2015 samtals 9,8 milljörðum, og 6,1 milljarði meira sem innlendir einkaaðilar lögðu til, nam árið 2015 samtals 17 ½ milljarði kr. Þá má leiða að því líkum að nærri 700 milljón kr. aukning opinberrar innlendrar fjármögnunar til nýsköpunarstarfs fyrirtækja megi rekja til stefnu vísinda og tækniráðs. Hlutur fyrirtækja í rannsóknum og þróun hefur vaxið úr 56% árið 2013 í 65% árið 2015.

Matis_Horizon2020_Innova.se_2Skipting á milli áherslna – Matís og Horizon2020
skv. Vinnova 

Háskólastofnanir vörðu 2,3 milljörðum meira í rannsókna og nýsköpunarstarf 2015 en 2013, fjármögnun einkaaðila við þá starfsemi drógst saman um nærri 400 milljónir, aukningin var borin uppi af opinberum innlendum framlögum u.þ.b. 2,6 milljörðum hærri 2015 en 2013.

Aðrar opinberar stofnanir vörðu 78 milljónum hærri fjárhæðum til nýsköpunarstarfs 2015 en 2013, sú aukning skýrist af því að fjármögnun erlendra einkaaðila jókst um 280 milljónir, og framlög innlendra einkaaðila ukust um nærri 30 milljónir á sama tíma og opinber innlend fjármögnun drógst saman um 140 milljónir og opinber erlend fjármögnun drógst saman um 90 milljónir.

Hagtölurnar benda til þess að viðþolslaus fjármagnsskortur hafi ekki eytt allri þolinmæði fjárfesta og fjármagns. Ávöxtun fjárfestinga í rannsóknum og þróun er í besta falli óviss við upphaf nýsköpunar og þarfnast þolinmæði. Þolinmótt fjármagn er varla helber goðsögn þó fjárhæðirnar þurfi að aukast um 17,9 milljarða til að ná 3% af landsframleiðslu. Augljóst er að hluti þeirra fjármuna sem einkaaðilar leggja af mörkum ratar að einhverjuleiti til rekstrar rannsókna- og þróunaraðila.

Matis_Horizon2020_Innova.se_3Matís og Rannsóknaáætlun Evrópu (RÁ) frá upphafi – Matís innsti hringur, þá lönd samstarfaðila og yst eru fyrirtækin, stofnanirnar og allir þeir aðilar sem Matís hefur átt í samstarf við. -skv. Vinnova

Alþjóðlegt rannsókna og nýsköpunar samstarf gegnir lykilhlutverki fyrir kraftmikið rannsókna- og þróunarstarf hér á landi þar sem fyrirtæki og vísindasamfélag vinna saman að því að efla og endurnýja atvinnulífið. Erlent fjármagn stendur undir um fjórðungi af rannsókna og nýsköpunar starfi hér á landi. Samkeppnishæfni lands og þjóðar byggir að verulegu leiti á fjárfestingum í rannsóknum og nýsköpun. Til að byggja undir samkeppnishæfni landsins er mikilvægt að búa að öflugum innviðum til rannsókna og nýsköpunar sem sambærilegum erlendum aðilum á sporði. Nýungar og fjölbreytini er liður í slagkrafti straumbreyta (e. Trendsetters). Með alþjóðlegu samstarfi eykst hæfni Íslendinga til að tileinka sér nýja hluti. Matís hefur á undanförnum árum kappkostað vandað rannsókna- og þróunarsamstarf sem stendur í vaxandi mæli undir starfsemi félagsins. Sú þróun skilar sér inn í hagtölurnar, sem erlend fjármögnun íslensks rannsókna og nýsköpunarstarfs. Rannsóknamiðstöð Íslands, Rannís, heldur utan um einn stærsta einstaka vettvang alþjóðlegs rannsókna og nýsköpunarsamstarfs sem Íslendingar taka þátt í þ.e. rammaáætlanir um rannsóknir og nýsköpun í Evrópu, sem í dag nefnist Horizon 2020, sá vettvangur hefur verið einkar mikilvægur fyrir þróunarstarf hjá Matís.

Matis_Horizon2020Þátttaka Íslands í Horizon 2020 verkefnum fram að október 2016. Birt með leyfi Rannís.

Samkvæmt upplýsingum Rannís, hefur Íslendingum gengið vel að fjármagna rannsókna og þróunarsamstarf með stuðningi í gegnum Horizon2020. Matís hefur ásamt Háskóla Íslands verið framarlega í því ötula alþjóðlega samstarfi hæfra íslenskra vísindamanna sem unnið er með stuðningi Horizon2020. Í því samhengi má nefna að Matís tekur þátt í 12 af þeim 67 verkefnum sem Íslendingar eiga hlutdeild innan Horizon2020 sama fjölda og Háskóli Íslands, þessar tvær grunnstoðir rannsókna og þróunarstarfs á Íslandi hafa með áberandi hætti náð góðum árangri fyrir Íslands hönd á þessum vettvangi (Hallgrímur Jónasson, Rannís október 2016). Árið 2015 voru Horizon 2020 styrkir sem Matís aflaði um 13% of opinberri erlendri fjármögnun til rannsókna og þróunarstarfs á vettvangi fyrirtækja hér á landi.

Nánari upplýsingar veitir Arnljótur B. Bergsson sviðsstjóri innleiðingar og áhrifa. Upplýsingar um Horizon2020 verkefni og þátttöku Matís má finna hér: www.horizon2020.is

Grafíkin í þessari frétt: sænska Nýsköpunarstofnunin (Vinnova)

Fréttir

Vel gengur að vinna lýsi úr uppsjávarfiski

Margildi sérhæfir sig í fullvinnslu lýsis og Omega-3 til manneldis með áherslu á afurðir sem unnar eru úr loðnu, síld og makríl. Fyrirtækið fékk styrk frá AVS sjóðnum til þess að sinna markaðsmálum á lýsi úr uppsjávarfiski í samvinnu við Matís, Háskólann á Akureyri og HB Granda.

Mikið hefur gerst í verkefninu „Markaðssetning á Marlýsi“ og er sú vinna að renna frekari stoðum undir starfsemi Margildis. Mike O´Shea hefur verið ráðinn sölu- og markaðsstjóri hjá fyrirtækinu. Hann hefur ríflega 25 ára alþjóðlega reynslu á sviði sölu- og markaðsstjórnunar, vöru- og viðskiptaþróunar á sviði lýsis og Omega-3.

Margildi_Conference_LoResMargildi á einni ráðstefnu 

Margildi hefur verið að kynna framleiðslu sína á erlendum sýningum undafarin misseri og ber þar hæst sýningarnar VitaFoods í Genf og Supplyside West í Las Vegas. Einnig tók Margildi þátt í  sýningunni Matur og Nýsköpun í Sjávarklasanum og að auki í Tæknidegi fjölskyldunnar sem haldinn er af Verkmenntaskóla Austurlands og Austurbrú.

Margildi hefur þróað nýja aðferð til að fullvinna lýsi úr ofangreindum fisktegundum,
svokallaða hraðkaldhreinsitækni, sem er einkaleyfisvarin.

Margildi hefur útbúið kynningarefni fyrir sýningar í samstarfi við Matís og er Háskólinn á Akureyri nú að vinna að markaðsgreiningu á lýsismarkaðnum fyrir Margildi sem mun nýtast fyrirtækinu við markaðsstarfið.

Framundan er svo neytandakannanir fyrir Marlýsið í samstarfi við Matís og hefur nú þegar verið framleitt lýsi sem notað verður við þá vinnu.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Margildis.

Fréttir

Frysting og þíðing – mikilvæg fyrir gæði sjávarafurða

Enn á ný sendir Matís frá sér fræðsluefni til eflingar íslensks sjávarútvegs. Að þessu sinni er það samantekt um frystingu og þíðingu sjávarafurða.

Frystar afurðir hafa skipt gríðarlega miklu máli frá því frysting sjávarafurða hófst í alvöru hér á landi á árunum 1930-1940. Í hverri byggð voru reist a.m.k. eitt frystihús allt í kringum landið og ekki þurfti lengur að stóla eingöngu á söltun, þurrkun eða siglingar með hráefni. Frystingin bauð upp á ný tækifræi og nýja markaði, nú var hægt að selja verðmætar vertíðarafurðir allt árið út um allan heim.

Hver sá sem vinnur með frystar afurðir þarf að þekkja alla keðjuna frá veiðum á borð neytenda. Í þessu riti er farið vel í gegnum þessa keðju og hnykkt á öllu því helsta sem máli skiptir.

Frysting og þíðing – Fjölbreyttar og gagnlegar upplýsingar um frystingu og þíðingu sjávarfangs

Páll Gunnar Pálsson, matvælafræðingur, vann texta og setti upp handbókina, Margeir Gissurarson, matvælafræðingur og Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur, voru með í skipulagningu á efni, lásu yfir allt efnið og miðluðu af sinni þekkingu og reynslu.

Gerð þessarar handbókar var fjármögnuð af Matís með góðum stuðningi frá Rannsóknasjóði síldarútvegsins.

Hjá Matís er hægt að nálgast mikinn fróðleik um flest allt sem viðkemur sjávarafurðum og allir starfsmenn fyrirtækisins eru boðnir og búnir til að gera gott betra í samvinnu við íslenskan sjávarútveg.   

Nánari upplýsingar veitir Páll Gunnar.

Fréttir

Arion banki er aðal styrktaraðili World Seafood Congress 2017

Arion banki og Matís skrifuðu undir samning nú fyrir stuttu þess efnis að bankinn verði aðal styrktaraðili World Seafood Congress 2017 (WSC2017). Ráðstefnan fer fram á Íslandi í september á næsta ári og er þetta í fyrsta sinn sem viðburðurinn fer fram á Norðurlöndum, en World Seafood Congress á rætur sínar að rekja til matvæla- og landbúnaðarstofnunar sameinuðu þjóðanna (FAO) og verður næst haldin í Víetnam.

„WSC er einn stærsti viðræðuvettvangur í heimi á sviði verðmætasköpunar í sjávarútvegi og matvælaöryggis, og dregur að borðinu fólk úr öllum hlutum virðiskeðju sjávarfangs. Á ráðstefnuna koma starfsmenn útgerða og fiskvinnsla, fjárfestar og fólk úr stofnana-og menntaumhverfinu víða um heim, ekki síst frá þróunarlöndum. Það er okkur sannur heiður að fá tækifæri til að halda þessa ráðstefnu og við erum virkilega ánægð með að fá Arion Banka, með sitt sterka sjávarútvegsteymi, til liðs við okkur,” sagði Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís við undirskriftina sem fór fram í höfuðstöðvum Matís fyrir framan hartnær 100 starfsmenn Matís. 

„Það er alveg sérstakt ánægjuefni fyrir Arion banka að taka þátt í og styðja við ráðstefnuna World Seafood Congress í samstarfi við Matís. Bankinn hefur verið að auka verulega við sig í þjónustu við sjávarútveg og fjármagnar nú fyrirtæki í allri virðiskeðju sjávarútvegs, bæði veiðum, vinnslu og sölu og markaðssetningu, auk fiskeldis og ýmissa nýsköpunarverkefna. Bankinn kemur að fjármögnun flestra af stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins og hefur á síðustu árum stuðlað að opinni umræðu og fræðslu á sviði sjávarútvegs með ráðstefnum, málstofum og ýmsu fleiru. Að taka að sér að vera aðalstyrktaraðili WSC er því rökrétt framhald á þeirri þróun sem hefur orðið á aðkoma bankans að þjónustu við sjávarútveg“, sagði Guðmundur S. Ragnarsson, forstöðumaður sjávarútvegs hjá Arion banka.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á heimasíðunni www.wsc2017.com

Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís og Guðmundur S. Ragnarsson, forstöðumaður sjávarútvegs hjá Arion banka, skrifa undir samninginn

Fréttir

Takið dagana frá: Norræn ráðstefna um neytendur og skynmat 11.-12. maí 2017

Næsta ráðstefna, sem er sú 17. í röðinni, verður haldin í Borås í Svíþjóð dagana 11. og 12. maí 2017 og ber hún yfirskriftina „Making Sense

Ráðstefnan er bæði ætluð fagfólki í neytendavöruiðnaði og vísindafólki á þessu sviði. Áhugi og þátttaka fólks úr bæði stórum og smáum matvælafyrirtækjum á að sækja þessar ráðstefnur hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum, enda um kjörinn vettvang að ræða fyrir iðnaðinn og vísindafólk til að hittast og koma sér upp samskiptaneti á þessu sviði.

Efni ráðstefnunnar að þessu sinni er tileinkað skynjun, samspili skynjunar eins og lyktar, bragðs, áferðar, sjónar og heyrnar og hvernig slíkar niðurstöður eru nýttar meðal annars í vöruþróun.

Skynmat og skynmatsrannsóknir hafa lengi verið mikilvæg sérsvið á Matís og hefur áherslan í vaxandi mæli beinst að neytendarannsóknum. Matís hefur tekið þátt í mörgum innlendum og erlendum rannsóknaverkefnum um skynmat og gæði matvæla og haldið margvísleg námskeið í skynmati fyrir starfsfólk fiskvinnslufyrirtækja og annarra matvælafyrirtækja. Starfsfólk Matís hefur einnig sinnt kennslu í skynmati og neytendafræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og í Sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Einnig kennir starfsfólk Matís skynmat við Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-FTP).

Nánari upplýsingar veitir dr. Kolbrún Sveinsdóttir hjá Matís.

Nordic_Workshop_Sensory_May_2017_Page_1
Nordic_Workshop_Sensory_May_2017_Page_2

Fréttir

Breytileiki þorsk- og ufsalifrar eftir árstíma, efna- og eðliseiginleika

Anna Birna Björnsdóttir heldur fyrirlestur til meistaraprófs í matvælafræði við Háskóla Íslands á morgun, mánudaginn 24. október en verkefnið var unnið á Matís.

Hvenær hefst þessi viðburður: 24. október 2016 – 15:00

Nánari staðsetning: Matís, fundarherbergi 312, Vínlandsleið 12 Reykjavík

Meistaraprófs fyrirlestur Önnu Birnu Björnsdóttur fjallar um:

Breytileika þorsk- og ufsalifrar eftir árstíma, efna- og eðliseiginleika – “Annually variation in lipid composition and vitamin content in the liver of cod and saith. “

Markmið verkefnisins var að kanna hvort stærð fisks hafi áhrif á hvaða lýsi komi úr lifrinni (þyngdarsýni) og eins árstíðabundnar breytingar á lýsinu eftir því á hvaða árstíma fiskurinn er veiddur (staðalsýni). Í bæði staðalsýnum og þyngdarsýnum voru gerðar A, D og E vítamín mælingar ásamt EPA og DHA fitusýrumælingum. Einnig voru gerðar mælingar á ósápanlegu efni, joðtölu, brotstuðli, vatni, próteini og fitu. Þá var holdastuðull, lifrarstuðull og hlutfallsleg fita í lifur rannsökuð. Af staðalsýnunum sem tekin voru í hverjum mánuði var klárlega hægt að sjá að það skipti máli á hvaða tímabili ársins fiskurinn var veiddur og á hvaða fæðu hann nærðist.

Á þyngdarsýnum var marktækur munur á milli stærð af fiskum í nokkrum mælingum. Þetta átti bæði við um þorskinn og ufsann. Verkefni til meistaragráðu í matvælafræði unnið í samvinnu við Lýsi og Matís og lifrar sýnin komu frá HB Granda. Af staðalsýnunum sem tekin voru í hverjum mánuði var klárlega hægt að sjá að það skipti máli á hvaða tímabili ársins fiskurinn var veiddur og á hvaða fæðu hann nærðist. Á þyngdarsýnum var marktækur munur á milli stærð af fiskum í nokkrum mælingum. Þetta átti bæði við um þorskinn og ufsann.

Verkefnið er til meistaragráðu í matvælafræði og unnið á Matís.

Leiðbeinendur:

Sigurjón Arason, Þórhallur Ingi Halldórsson, Ásbjörn Jónsson og Rakel Sæmundsdóttir

Prófdómari:

Björn Viðar Aðalbjörnsson

Fréttir

Matís með opið hús á Neskaupstað

Það var mikið líf og fjör á starfstöð Matís í Neskaupstað laugardaginn 15.október. Tæknidagur fjölskyldunnar sem haldinn er af Verkmenntaskóla Austurlands var haldinn hátíðlegur, og í tilefni dagsins var Matís með opið hús þar sem starfsemin var kynnt fyrir gestum og gangandi.
Boðið var upp á tertu í tilefni þess að Matís verður 10 ára þann 1. janúar næstkomandi.

Gestum var boðið að skoða ýmsar ræktanir á agarskálum t.d. salmonellu, listeríu og myglusvepp auk skála sem sýndu bakteríur sem vaxa á höndum fyrir og eftir handþvott með sápu og sótthreinsunarspritti. Einnig var krökkunum leyft að spreyta sig á að breyta um lit á lausnum ásamt því að útbúa svokallað fílatannkrem. 

Allt heppnaðist þetta mjög vel og krakkarnir voru alsælir með að fá að spreyta sig örlítið á tilraunum.
Um 400 skammtar af köku hurfu ofan í gestina á rúmlega 2 klst, og tæplega 1000 gestir skráðu sig í gestabók tæknidagsins.

Fréttir

Matís og Matvæla- og næringarfræðideild HÍ hljóta Fjöregg MNÍ 2016

Fjöregg MNÍ 2016 var afhent nú rétt í þessu á ráðstefnu Matvæladags Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands (MNÍ) sem er haldinn á Hótel Natura. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Áhrif matvælarannsókna í breyttum heimi.

Matís og Matvæla- og næringarfræðideild HÍ hlutu Fjöregg MNÍ að þessu sinni, fyrir árangursríkt samstarf um rannsóknir og kennslu í matvælafræði vegna meistaranámsins í matvælafræði sem hleypt var af stokkunum í núverandi mynd árið 2012. Auk Matís og Matvæla- og næringarfræðideildar HÍ voru eftirfarandi aðilar tilnefndir:

  • Eimverk
  • Fisherman
  • Kaldi bruggsmiðja
  • Norður & Co
Fjoregg_2016

Fjöregg MNÍ er veitt fyrir lofsvert framtak á matvæla- og/eða næringarsviði. Fjöreggið, sem er íslenskt glerlistaverk, hannað og framleitt hjá Gleri í Bergvík, hefur frá upphafi verið veitt með stuðningi frá Samtökum iðnaðarins.  Í ár bárust fjölmargar tilnefninga til Fjöreggsins og var það niðurstaða dómnefndar að eftirtaldir fimm aðilar væru vel verðugir þess að hljóta Fjöreggið 2016.

Nánari upplýsingar veitir Guðjón Þorkelsson hjá Matís.

Fréttir

Ráðstöfun fjármuna til rannsókna- og nýsköpunar eykst

Þróun í samræmi við stefnu Vísinda- og tækniráðs

Íslendingar; íslensk fyrirtæki og íslenskir háskólar, hafa aukið ráðstöfun fjármuna til rannsókna- og nýköpunarstarf. Rannsóknir og þróun búa í haginn fyrir öflugt atvinnulíf til framtíðar. Samstarf um rannsóknir og þróun er mikilvægt. Mkilvægt er að hámarka áhrif fjárfestinga í rannsóknum og nýsköpun. Mikilvægt er að fyrir hendi séu traustir og öflugir innviðir til rannsókna og nýsköpunar.  

Í samræmi við stefnu Vísinda- og tækniráðs hefur ráðstöfun fjármuna til rannsókna og nýsköpunar aukist. Stefna Vísinda og tækniráðs er að hlutfall rannsókna og þróunar nemi um 3% af vergri landsframleiðslu. Til samanburðar má geta þess að í Japan gengið út frá því að hið opinbera leggi 1% af landsframleiðslu til rannsókna og þróunar og einkaaðilar leggi 3% af landsframleiðslu til rannsókna og þróunar, eins og fram kom nýlega. Eins og Hagstofa Íslands greindi frá 11. október s.l. og bent var sérstaklega á í leiðara Morgunblaðsins 12. okróber s.l. hafa umsvif rannsókna og þróunarstarfs aukist hér á landi. Árið 2013 var hlutfallið 1,76%, árið 2014 var hlutfallið 2,01% og í fyrra voru útgjöld til rannsókna og þróunarstafs um 2,19% af landsframleiðslu. Aukin umsvif nýsköpunar má að vissu leiti rekja til stefnumörkunar Vísinda og Tækniráðs og eftirfylgni þeirrar stefnu en án áframhaldandi rannsókna og þróunarvinnu þeirra stoða sem fyrir voru hefði aukningin varla komið fram í hagtölum.

Fyrirtæki, Matís þ.m.t., hafa aukið mjög ráðstöfun fjármuna til rannsókna og þróunarstarfs. Fyrirtæki vörðu 12,7 milljörðum meira til nýsköpunarstarfs árið 2015 en 2013 munar þar mestu um 6,2 milljörðum meiri útgjöld sem erlendir einkaaðilar lögðu til, nam árið 2015 samtals 9,8 milljörðum, og 6,1 milljarði meira sem innlendir einkaaðilar lögðu til, nam árið 2015 samtals 17 ½ milljarði kr.. Þá má leiða að því líkum að nærri 700 milljón kr. aukning opinberrar innlendrar fjármögnunar til nýsköpunarstarfs fyrirtækja megi rekja til stefnu vísinda og tækniráðs. Hlutur fyrirtækja í rannsóknum og þróun hefur vaxið úr 56% árið 2013 í 65% árið 2015.

Háskólastofnanir vörðu 2,3 milljörðum meira í rannsókna og nýsköpunarstarf 2015 en 2013, fjármögnun einkaaðila við þá starfsemi drógst saman um nærri 400 milljónir, aukningin var borin uppi af opinberum innlendum framlögum u.þ.b. 2,6 milljörðum hærri 2015 en 2013.

Aðrar opinberar stofnanir vörðu 78 milljónum hærri fjárhæðum til nýsköpunarstarfs 2015 en 2013, sú aukning skýrist af því að fjármögnun erlendra einkaaðila jókst um 280 milljónir, og framlög innlendra einkaaðila ukust um nærri 30 milljónir á sama tíma og opinber innlend fjármögnun drógst saman um 140 milljónir og opinber erlend fjármögnun drógst saman um 90 milljónir.

Hagtölurnar benda til þess að viðþolslaus fjármagnsskortur hafi ekki eytt allri þolinmæði fjárfesta og fjármagns. Ávöxtun fjárfestinga í rannsóknum og þróun er í besta falli óviss við upphaf nýsköpunar og þarfnast þolinmæði. Þolinmótt fjármagn er varla helber goðsögn þó fjárhæðirnar þurfi að aukast um 17,9 milljarða til að ná 3% af landsframleiðslu. Augljóst er að hluti þeirra fjármuna sem einkaaðilar leggja af mörkum ratar að einhverjuleiti til rekstrar rannsókna- og þróunaraðila.

Alþjóðlegt rannsókna og nýsköpunar samstarf gegnir lykilhlutverki fyrir kraftmikið rannsókna- og þróunarstarf hér á landi þar sem fyrirtæki og vísindasamfélag vinna saman að því að efla og endurnýja atvinnulífið. Erlent fjármagn stendur undir um fjórðungi af rannsókna og nýsköpunar starfi hér á landi. Samkeppnishæfni lands og þjóðar byggir að verulegu leiti á fjárfestingum í rannsóknum og nýsköpun. Til að byggja undir samkeppnishæfni landsins er mikilvægt að búa að öflugum innviðum til rannsókna og nýsköpunar sem sambærilegum erlendum aðilum á sporði. Nýungar og fjölbreytini er liður í slagkrafti straumbreyta (e. Trendsetters). Með alþjóðlegu samstarfi eykst hæfni Íslendinga til að tileinka sér nýja hluti. Matís hefur á undanförnum árum kappkostað vandað rannsókna- og þróunarsamstarf sem stendur í vaxandi mæli undir starfsemi félagsins. Sú þróun skilar sér inn í hagtölurnar, sem erlend fjármögnun íslensks rannsókna og nýsköpunarstarfs. Rannsóknamiðstöð Íslands, Rannís, heldur utan um einn stærsta einstaka vettvang alþjóðlegs rannsókna og nýsköpunarsamstarfs sem Íslendingar taka þátt í þ.e. rammaáætlanir um rannsóknir og nýsköpun í Evrópu, sem í dag nefnist Horizon 2020, sá vettvangur hefur verið einkar mikilvægur fyrir þróunarstarf hjá Matís.

Horizon2020-Marx2016-HallgrimurJonassonÞátttaka Íslands í Horizon2020 verkefnum fram að mars 2016

Samkvæmt upplýsingum Rannís, hefur Íslendingum gengið vel að fjármagna rannsókna og þróunarsamstarf með stuðningi í gegnum Horizon2020. Matís hefur ásamt Háskóla Íslands verið framarlega í því ötula alþjóðlega samstarfi hæfra íslenskra vísindamanna sem unnið er með stuðningi Horizon2020.Í því samhengi má nefna að Matís leiðir þátttöku Íslands í 10 af þeim 53 verkefnum sem Íslendingar eiga hlutdeild innan Horizon2020 sama fjölda og Háskóli Íslands, þessar tvær grunnstoðir rannsókna og þróunarstarfs á Íslandi hafa með áberandi hætti náð góðum árangri fyrir Íslands hönd á þessum vettvangi (Hallgrímur Jónasson, Rannís Mars 2016). Árið 2015 voru Horizon 2020 styrkir sem Matís aflaði um 13% of opinberri erlendri fjármögnun til rannsókna og þróunarstarfs á vettvangi fyrirtækja hér á landi.

Nánari upplýsingar veitir Arnljótur B. Bergsson sviðsstjóri innleiðingar og áhrifa

Fréttir

Tækifæri til að gera betur – þörf á þróun

Þó Íslendingar standi framarlega í nýtingu og verðmætasköpun úr auðlindum sjávar má enn gera betur, áhersla á rannsóknir, þróun og nýsköpun stuðlar að sjálfbærri verðmætasköpun til framtíðar. Miklu máli skiptir að nýta það vel sem lagt er í kostnað við að afla. Íslendingar fluttu út og neyttu sjálfir afurða úr um 77% af þorskafla 2015 skv. hagtölum.

Ríflega fjórir milljarðar tonna eru framleiddir af hráefnum til matvælaframleiðslu árlega, rúmlega 1400 milljónir þeirra hráefna er ráðstafað gagngert til annars en til matvælaframleiðslu ef marka má FoodOutlook sem tekið er saman af Alþjóða Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO því fara um 2,9 milljarðar tonna í matvælaframleiðslu á ári hverju. Þekkt er að heimsafli nemur rúmum 90 milljón tonnum þá er reiknað með að alinn fiskur nemi um 80 milljónum tonna í ár, sem er um 10% meira en 2014. Reiknað er með að fiskneysla hafi aukist um 2,5% á sama tíma, neysla villts sjávarfangs hafi dregist saman um 3%, í 9,7kg/mann, en neysla alins fiskmetis hafi aukist um nálega 8%, í 10,9kg/mann. Um 5% þeirra hráefna sem ráðstafað er til matvælaframleiðslu eru veidd eða alin í vatni, en vel þekkt er að um 70% af yfirborði jarðar eru þakin vatni.

Í vikunni sem leið var rætt um þetta og fleiri tengd mál á fundi um Mat árið 2030 hvar vikið var að næringu, loftslagi, nýsköpun og hringrás. Jónas Rúnar Viðarsson faglegur leiðtogi öruggrar virðiskeðju matvæla hjá Matís stýrði á þeim vettvangi málstofu um matvæli úr vatni og nýjar virðiskeðjur sjávar (e. Aquatic food products and new marine value chains). Jónas flutti inngangs erindi hvar hann fór yfir vinnslu aukaafurða fisks til framleiðslu matvæla og innihaldsefna (e. Fish by-products processing for food and food ingredients). Með vísun í rannsóknir Kelleher, frá 2005, og Love, frá 2015, benti Jónas á (Mynd 1) að líklega eru einungis 21% afla að jafnaði neytt sem matar. Ein algengasta birtingarmynd bolfiskafurða eru fiskflök sem nema oft um 35% af heildar þyngd fiska. Algengt er að um 8% lífmassa glatist á sjó áður en að landi er komið, í vinnslu þekkjast dæmi að 25-70% af lönduðum afla fari forgörðum eða sé ekki ráðstafað til matvælaframleiðslu. Við dreifingu og sölu tapast um 7% af því sem framleitt hefur verið, þá er reiknað með að um 28% sé sóað í höndum neytenda.

Jonas-vannyttMynd 1: Nýting afla, hve mikið fer forgörðum og hvar

Úttekt SINTEF í Noregi bendir til þess að Norðmenn nýti um 37% af aukaafurðum landaðs hvítfisks, þeir nýti allan uppsjávarafla og um 90% aukaafurða eldisfisks. Þar fyrir ströndum eru þó gerð út skip í líkingu við MTr. Molnes sem vinna allan sinn afla um borð, þ.m.t. allar aukaafurðir. Jónas varpaði ljósi á þróun mála hér á landi. 

Íslendingar nýta um tæp 57% aukaafurða hefðbundinnar flakavinnslu úr heilum þorski með framleiðslu afurða á borð við marning, hausa, hryggi, hrogn, lifur og lýsi. Úr 244 þúsund tonna þorskafla flytjum við út afurðir úr vinnslu 178 þúsund tonna þorsks við það bætist nærri 4900 tonn af þorski sem neytt er hér á landi. Samtals er um 77% þorskaflans flutt úr landi (74%) sem afurðir eða neytt hér á landi (3%), var 75% árið 2013, 187 þúsund tonn árið 2015 (Mynd 2). 

Thorskur_2015_hringurMynd 2: Nýting þorsks árið 2015

Mestu verðmætin verða til við sölu flaka, ferskra (kældra), frystra nærri 66 þúsund tonn og saltaðra flaka sem og flatts saltaðs þorsks samtals 94 þúsund tonn sem nemur um 39% aflans. Vörur eru framleiddar úr um 76 þúsund tonnum af aukaafurðum hefðbundinnar flakavinnslu þorsks um 31% aflans. Hagtölur benda til þess að um 57 þúsund tonn aukafurða hefðbundinnar flakavinnslu þorsks sé ekki komið á form neysluvara. Þar liggja tækifærin, gera meira úr því sem dregið er úr sjó. Gjör nýting fisks á borð við þorsks verður varla hagkvæm fyrr en eftirspurn hefur skapast fyrir afurðir sem unnar eru úr blóði þorsk, þ.e. með framleiðslu á vörum sem mæta óþekktum eða enn óskilgreindum þörfum. Þá verður vegna matvælaöryggis varla í bráð unnt að nýta allan fisk til framleiðslu matvæla. Jónas benti jafnframt á að í evrópskum reglum um brottkast bann finnast ákvæði sem vinna gegn nýtingu fisktegunda sem þurfa vernd en ánetjast veiðarfærum sem meðafli.

Þó staða í framleiðslu matvæla sé sumstaðar ásættanleg í dag er þörf á því að huga að lýðfræðilegri þróun, straumum og stefnum á mörkuðum. Jónas benti á að önnur aldursamsetning þjóða þurfi annarskonar vörur en við venjumst í dag. Víðast hvar aukast útgjöld til heilbrigðisþjónustu hraðar en sem nemur vexti hagkerfa sömu landa. Slík þróun leiðir til þess að komandi kynslóðir geta tæplega vænst sömu þjónustu í framtíðinni en við nú njótum eða við höfum notið að undanförnu. Því munu komandi kynslóðir þurfa að borða rétt. Sjávarfang getur komið þar að notum, sé þess neytt í hófi og á réttan hátt. Jónas velti upp í því samhengi mögulegri tilurð stórs nýs markaðar mitt á milli lyfjageirans og fyrirtækja sem framleiða neytendavörur, sem hverfist um samþættingu magnvörumarkaða og markaða sem einkennast af syllu vörum (e. niche) annarsvegar og samspili þeirra eiginleika sem vörurnar eru gæddar hinsvegar Mynd 3. Á fundinum var rætt um skilgreiningar og þörf þess að heilbrigðisþjónusta snérist um heilbrigði en ekki sjúkdóma (e. Healthcare rather than sickcare) Mikil orka, miklir fjármunir og mikill tími færi í að eiga við afleiðingarnar, veikindin og eða sjúkdómseinkenni, minna væri lagt upp úr heilbrigði og heilsu. Hvort hér á landi verði byggð hátækni heilsuhús í stað sjúkrahúss mun tíminn líklegast leiða í ljós. 

StraumbreytarMynd 3: Tilgáta um þróun markaða byggt á A.T. Kearney analysis

Áskoranirnar framundan eru miklar. Í því samhengi er mikilvægt að fjárfesta í hæfileikum og innviðum svo forða megi því að svo mikið af fiski glatist, áður en neytendur fá veður af fiskisögunni, eins og gerst hefur í gegnum tíðina. Þannig þarf að tryggja rétt framboð á réttu menntuninni fyrir rétta fólkið svo nýta megi meira af aflanum, auka matvælaframleiðslu úr fiski og gera meiri verðmæti úr aflanum. Vönduð vinnubrögð frá fyrstu hendi skipta miklu máli fyrir verðmætasköpun á síðari stigum.

Nánari upplýsingar veitir Arnljótur B. Bergsson sviðsstjóri innleiðingar og áhrifa

IS