Fréttir

Ísland með sérstöðu þegar kemur að bakteríusýkingum í matvælum

Árið 1999, eftir holskeflu Campylobacter-sýkinga hérlendis, var eftirliti með kjúklingum aukið. Í dag eru tekin sýni úr hópum allra eldiskjúklinga á leið til slátrunar 2-5 dögum fyrir fyrirhugaða slátrun. Ef bakterían greinist er allur kjúklingurinn úr viðkomandi hópi frystur að slátrun lokinni.

Ástæðan fyrir því að þessi leið var valin byggðist á rannsóknum sem gerðar voru hjá forverum þeirra rannsóknastofa sem sameinuðust í Matís og sýndu fram á að með frystingu fækkaði bakteríunni um allt að 99%. Þar með dró mjög mikið úr þeirri hættu sem fylgdi meðhöndlun kjúklinga og krosssmitun bakteríunnar í önnur matvæli.  

Þar sem frystar alifuglaafurðir seljast á mun lægra verði en ferskar leiddi frystikrafan til þess að  alifuglabændur hertu mjög á öllum fyrirbyggjandi aðgerðum sem drógu þannig mjög fljótlega úr mengun eldishópa. Þessar aðgerðir, auk fræðslu til almennings um rétta meðhöndlun hrárra kjúklingaafurða, hafa gert það að verkum að í dag er árlegur fjöldi greindra sjúkdómstilfella af innlendum uppruna í mönnum aðeins brot af því sem greindist 1999 og fjöldi eldishópa sem greinist með bakteríuna er sömuleiðis aðeins lítið brot af því sem var áður en frystikrafan var innleidd árið 2000.

Með þessum aðgerðum hefur Ísland skapað sér sérstöðu þegar kemur af fátíðni Campylobacter-sýkinga, en ekkert annað land hefur náð að fækka smittilvikum með sama hætti og á jafn stuttum tíma og gerðist á Íslandi. Þessi árangur hefur vakið mikla athygli og hafa önnur lönd m.a. Noregur unnið að uppsetningu svipaðs kerfis íhlutandi aðgerða.

Nánari upplýsingar veitir Franklín Georgsson, sviðsstjóri Mælingar og miðlunar hjá Matís.

Fréttir

Ársskýrsla Matís 2014 er komin út

Ársskýrsla Matís fyrir starfsárið 2014 er nú komin út. Ársskýrslan er á ensku en skýrslan verður aðgengileg á íslensku á næstu vikum.

Meginþema skýrslunar í ár snýr að stóru leyti að lífhagkerfinu en á árið var formennskuár Íslands í norræna ráðherraráðinu og í kjölfar þess hófst þriggja ára formennskuáætlun sem snýr að lífhagkerfinu. Matís hefur unnið náið með íslenskum stjórnvöldum að útfærslu áætlunarinnar þar sem lífhagkerfið er undirstaða flestra rannsókna og nýsköpunarverkefna hjá fyrirtækinu. Helsta verkefni formennskuársins var um nýsköpun í norræna lífhagkerfinu til þess að styrkja svæðisbundinn hagvöxt.

Matís mun leiða nýsköpunar- og vöruþróunarverkefni sem unnin verða á sviði lífhagkerfisins undir formennskuáætluninni. Sigrún Elsa Smáradóttir, fagstjóri á Viðskiptaþróunarsviði er verkefnastjóri.

Um er að ræða verkefni sem snúa að nýsköpun og aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu, aukinni framleiðslu lífmassa, meðal annars fyrir lífmassaver, og nýtingu nýrrar tækni þar á meðal líftækni til verðmætaaukningar við nýtingu lífrænna auðlinda. Matís hefur þegar náð góðum árangri í að auka verðmæti vannýttra auðlinda og leita leiða til bættrar nýtingar þeirra auðlinda sem þegar eru nýttar með því að stunda virkar rannsóknir og nýsköpun auk þess að standa við bakið á frumkvöðlum. Nýsköpunarverkefnin innan formennskuáætlunarinnar eru þannig eðlilegt framhald þeirrar vinnu, þau tengja saman íslenska og norræna þekkingu með það að markmiði að greina tækifæri, minnka sóun og auka verðmæti í lífhagkerfinu.

Ársskýrsla Matís 2014

Nánari upplýsingar veitir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.

Fréttir

Registration of more than 400 thousand horses

Matís is closely involved with many agriculture breeding projects, helping farmers to improve their stocks; Matís performs the genetic analysis of the Icelandic horse for  the WorldFengur database. WorldFengur is the official FEIF register of the Icelandic horse breed.

The database was established in year 2000, and consists of unique DNA identification of each horse, pedigree information, and information on breeders, owners, offspring’s records, photos, results on breeding evaluations on the Icelandic stock and results from assessments. Currently there are more than 400,000 horses registered in WorldFengur from across Europe and the USA. The backbone of the database is the unique identification number (FEIF ID-number) of each horse, paired with its genotype, this allows a record and pedigree for all Icelandic horses, allowing their sale, entrance into shows, and for better breeding programs.

In addition Matís is the only Icelandic provider of the test for the DMRT3 mutation. This mutation indicates whether or not a horse has the ability to perform both pace and tölt (Icelandic) which is a form of slow trot. Most Icelandic horses with two copies of the A variant (AA) can perform both gaits, while horses with one copy (CA) can only perform tölt. This means that we can now genetically test a horse’s potential ability to perform these gaits. This testing can be done when the horse is very young (i.e. before training is started). It can also be carried out on the stallion and broodmare to determine if they are a good combination to breed.

Sheep farmers have also profit from Matís researches, as Matís offers testing for the ‘þokugen’ gene, which increases fertility in ewes, allowing farmers to increase the productivity of their flocks. Matís is as well enabling a practical test for sheep breeders to detect Scrapie. Scrapie is a fatal degenerative disease that affects the central nervous system in sheep and can be passed from sheep to sheep. Positive diagnosis of Scrapie can result in a flock being quarantined and animals destroyed. Fortunately, sheep can have genetic resistance to Scrapie that can be detected with a simple and inexpensive DNA test. By offering DNA testing to farmers, breeders can select for, and breed resistant animals. Buyers can also be assured that they are buying resistant sheep.

For additional information, please contact Anna K. Daníelsdóttir, director at Matís.

Fréttir

Skiptiborð Matís um jólahátíðina

Starfsfólk Matís óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Skiptiborð Matís verður lokað 24. og 31. desember. Beinn sími á örverudeild er 422-5116 eða 858-5116.

Upplýsingar um önnur símanúmer starfsmanna er að finna á heimasíðu okkar, www.matis.is.

Fréttir

Kæling afla með ískrapa um borð í smábátum

Hjá Matís er í gangi áhugavert verkefni í samstarfi við Thor-Ice, Háskóla Íslands, 3X-Technology, Landssamband smábátaeigenda og Valdi ehf. um kælingu afla með ískrapa um borð í smábátum.

Markmið verkefnisins er að bæta gæði afla frá smábátum og hámarka skilaverð. Til að ná þessum markmiðum verður hönnuð krapavél sem hentar smábátum og einnig þróað endurbætt verklag til kælingar afla. Aukin þekking á meðhöndlun og kælingu mun lækka hlutfall afla þeirra báta sem telst ónýtur vegna lélegrar eða engrar kælingar. Bætt kæling um borð í smábátum mun vafalítið auka almennt gæði þess afla sem landað er. Í því felst ávinningur fyrir bæði sjómenn og framleiðendur.

Helstu afurðir verkefnisins eru:

  • Meiri þekking á áhrifum mismunandi kælingar á hold og dauðastirðnun fisks
  • Meiri þekking og skilningur á orkunotkun mismunandi kælingar með ískrapa og flöguís.

Nánari upplýsingar veitir Sæmundur Elíasson hjá Matís og einnig má finna upplýsingar um verkefni á vefsvæði verkefnisins.

Ítarefni

Umfjöllun um verkefnið í tímariti Háskóla Íslands.

Fréttir

Vor í lofti

Á undanförnum árum hefur áhugi almennings á að framleiða vörur úr eigin hráefni með það að markmiði að búa til vörur sem selja má til neytenda, aukist mikið. Í kjölfarið hafa margir farið í að koma sér upp aðstöðu til slíkrar framleiðslu.

Margir bændur hafa komið sér upp vinnsluaðstöðu á bæjunum og selja hangikjöt, pylsur og ýmiskonar önnur matvæli beint frá framleiðanda við miklar vinsældir neytenda. Sama má segja um fiskframleiðendur, margir framleiða harðfisk eða önnur matvæli úr sjávarfangi. Að koma upp slíkri vinnuaðstöðu og fá tilskilin leyfi kostar þó töluverða fjármuni og vinnu áður en hægt er að fara að framleiða matvælin.

Margir framleiðendur hafa leitað til Matís eftir aðstoð að koma upp aðstöðu sem uppfyllir kröfur til matvælaframleiðslu og við vöruþróun á þeim matvælum sem ætlunin er að framleiða. Verkefnið Vor í lofti var sett á fót á sunnanverðum Vestfjörðum á síðasta ári og er því að ljúka núna. Verkefninu var ætlað að styrkja smáframleiðendur á svæðinu til að koma upp fullvinnslu matvæla í smáum stíl og tóku alls átta aðilar þátt í verkefninu að einhverju eða öllu leyti. Verkefnið skilaði þátttakendum vel áleiðis að markmiðum þeirra og má ætla að með vaxandi ferðamannastraumi til svæðisins muni markaður fyrir slíka vöru aukast enn frekar.Verkefnið var styrkt af Rannsóknar- og Nýsköpunarsjóði Vestur-Barðastrandarsýslu og Vöruþróunarsetri sjávarútvegsins. Skýrsla um verkefnið hefur verið gefin út og má sjá hana hér. Nánari upplýsingar um verkefnið gefur Lilja Magnúsdóttir hjá Matís á Patreksfirði.

Fréttir

Ert þú að borða nóg af ómega-3 fitusýrum?

Þrátt fyrir að heilsusamleg áhrif þess að neyta fjölómettra fitusýra séu margsönnuð er þeirra ekki alltaf neytt í nægu magni vegna þess að neysla á feitum fiski er frekar lítil á Íslandi. Matís og fyrirtækið Grímur kokkur (www.grimurkokkur.is) hafa á undanförnum árum unnið saman að verkefnum um auðgun sjávarrétta úr mögrum fiski með ómega olíum.

Í norrænu verkefni, sem styrkt var af Nordic Innovation, þróaði Grímur kokkur tilbúna sjávarrétti sem auðgaðir voru ómega olíum til að auka magn ómega 3 fitusýra og um leið hollustugildi réttanna. Olían kom frá fyrirtækinu BioActive Foods í Noregi en hún er unnin að hluta til úr íslenskri fiskiolíu. Í samstarfi við Alfons Ramel á Rannsóknastofu i næringarfræði, Háskóla Íslands og Landspítala var gerð íhlutandi rannsókn til að kanna lífaðgengi (bioavailability) n-3 fitusýra sem bætt var í tilbúna rétt og bera saman við ómegaduft sem neytt var beint. Í rannsókninni tóku þátt 77 manns yfir 50 ára að aldri en auglýst var eftir þátttakendum. Einn hluti þátttakenda neytti hefðbundinna fiskrétta frá Grími kokki, annar hópurinn neytti fiskrétta sem auðgaðir voru með ómega olíu og þriðji hópurinn neyttir ómegadufts. Rannsóknin stóð í fjórar vikur og voru tekin sýni af blóði fyrir og eftir. Þeir þátttakendur sem fengu ómega olíu eða ómega duft fengu u.þ.b. ráðlagðan dagsskammt af DHA og EPA fitusýrum.  Magn EPA í blóði tvöfaldaðist hjá þeim sem neyttu ómega og DHA jókst líka marktækt. Engin breyting mældist í blóði þeirra sem ekki fengu ómega.

Þessar rannsóknaniðurstöður hafa nú birst í  vísindagrein í tímaritinu European Journal of Clinical Nutrition (2014) og heitir greinin: Bioavailability of long-chain n-3 fatty acids from enriched meals and from microencapsulated powder. Höfundar eru Harpa Hrund Hinriksdóttir, Valgerður Lilja Jónsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Emilía Martinsdóttir og Alfons Ramel. Matís, Grímur kokkur og BioActive Foods munu halda áfram rannsóknum á þessu sviði í EU verkefninu EnRichMar.

Nánari upplýsingar veitir Emilía Martinsdóttir hjá Matís.

Fréttir

Afurðum ætlað að mæta þörfum á mörkuðum

Umbreyting afla í útflutningsverðmæti skiptir sköpum fyrir þjóðarbúið. Nýting og vinnsla sjávarafurða koma þar við sögu. Eins og vinnslan snýst um virðingu fyrir neytendum og hráefnum, snýst nýtingin um virðingu fyrir hráefnum og umhverfi að samaskapi snýst verðmætasköpunin um virðingu fyrir samfélagi og auðlindum. Fullmargir fullyrða fullmikið um fullvinnslu og fullnýtingu. Samhliða fullyrðingaflaumi ber á óþarfa mismunun, þar sem afurðir eru flokkaðar nokkuð frjálslega sem aðalatriði og aukaatriði.

Grá(upplögð)lúða

Vissulega er markmiðið að nýta öll aðföng sem best á sem arðbærastan hátt. Keppikeflið má ekki vera nýtingarhlutfallið eitt og sér, verðmætin knýja þjóðfélagið áfram. Bræðsla, vinnsluaðferð sem notar allt hráefnið, þó heimtur séu ekki mikið umfram fitu og prótein innihald hráefnisins, aflanum er öllum ráðstafað til einnar og sömu vinnsluaðferðarinnar, og ekkert er skilið eftir, sama gildir um heilfrystingu fisks, vinnslu sem skilar háu hlutfalli afurða af hráefni en verðmætin eru tæpast eftirsóknarverð, ef frekari vinnsla er möguleg.

Er fullvinnsla að meðhöndla allt hráefni eða sú meðhöndlun sem er nauðsynleg þannig að neytandinn þurfi sem minnst að handleika matinn? Er fullnýting að lágmarka það sem fer forgörðum við meðhöndlun hvers hlekks í keðjunni frá báti að áti? Veltur nýtingin á notkun hráefna, flækjustigi vinnslu, notkun vinnslubúnaðar eða nýtingu á tækifærum til verðmætasköpunar? Nýting eins aðila, fyrirtækja samstæðu eða samanlagt allra þeirra sem höndla með sjávarfang hér á landi?

Eðlilega falla aukaafurðir vel að hugarheimi Íslendinga sem eru gefnir fyrir að velta aukaatriðum fyrir sér. Menn leggja áherslu á það sem skapar hverjum og einum mestar tekjur, fjölbreytt samfélag rúmar ólíkar áherslur, það sem er aukaatriði eins er aðalafurð annars. Hver og einn kappkostar að gera vel það sem hann gerir og sumir hafa náð miklum árangri. Þar sem hagtölur sýna mikil verðmæti þorsks er hægt að spyrja hvort ýsa sé aukaafurð þorsks? Líta ber á allan fisk sem hráefni fyrir verðmætar vörur. Aðstæður hverju sinni takmarka getu manna til athafna og hafa áhrif á nýtingu og verðmætasköpun. Nærtækara er að minna fólk á að taka lýsi en að taka aukaafurð.

Allt það framsýna fólk sem tekst verðmætasköpun úr vannýttum tækifærum sem liggja í því sem alla jafnan er ekki er neytt á hrós skilið fyrir hugvitssemi. Þó hægt sé að sníða klæði úr roði þá verður róið til fiskjar eftir hinum æta hluta, enn um sinn. Takmarkað magn hráefna krefst þess að mest verðmæti séu sköpuð úr hverjum fiski, þar skiptir framsýni máli.

Tækifæri til að gera betur

Þeir sem vilja reyna að eyða tíma sínum í að sannfæra fólk um að slor sé jákvætt, því það rími við þor, mega reyna það. En líklegra er að fleirum þyki slor neikvætt, kannski vegna þess það rímar við gor, því þarf það að vera á hreinu að Íslenskur sjávarútvegur er ekkert slor, heldur er íslenskur sjávarútvegur spennandi vettvangur ábyrgrar verðmætasköpunar á sjálfbæran hátt úr tækifærum sem ólíkar þarfir á fjölbreyttum mörkuðum skapa.

Nánari upplýsingar veitir Arnljótur Bjarki Bergsson, sviðsstjóri hjá Matís.

Fréttir

Fölsuð heilbrigðisvottorð fyrir lax hjá rússneskum embættismönnum

Systurstofnun Matvælastofnunar (MAST) í Rússlandi hefur undanfarnar tvær vikur verið í úttekt á Íslandi. Starfsmenn hennar voru hér á landi fyrir hönd Tollabandalags Rússlands, Hvíta Rússlands og Kasakstan eins og greint er frá á heimasíðu MAST.

Í fréttinni frá MAST kemur m.a. fram að heilbrigðisvottorð hafi verið fölsuð í nafni stofnunarinnar og nokkurra íslenskra fyrirtækja vegna innflutnings á laxi til bandalagsþjóðanna en MAST hefur undir höndum afrit af nokkrum fjölda slíkra vottorða. Útgáfa falsaðra vottorða er auðvitað grafalvarlegt mál fyrir íslenskan matvælaiðnað og mikilvægt að róið sé öllum árum að koma í veg fyrir slíkt hvort sem þessi eða önnur lönd eiga hlut að máli.

Niðurstaða heimsóknarinnar var á þá leið að íslenskur matvælaiðnaður og MAST njóta trausts frá systurstofnun MAST í umræddu tollabandalagi og að mikilvægt væri að koma á fót rafrænum samskiptum á milli stofnananna.

Matís tekur þátt í evrópsku verkefni sem snýr að fölsunum og heilindum í matvælaiðnaði en þessu verkefni er ætlað að stuðla að nýtingu rannsókna og þróunar til að tryggja falsleysi evrópskra matvæla. Verkefnið miðar að því að þróa aðferðir til að greina og hindra svik í evrópskum matvælaiðnaði og má í því samhengi nefna mikilvægi t.d. erfðarannsókna á tegundauppruna og innihaldi matvæla.

Í matvælaiðnaði líkt og annarstaðar eru heilindi forsenda þess að neytandinn treysti vörunni, en matvælaframleiðendur hafa fundið fyrir áhrifum þess þegar traust viðskiptavina er laskað vegna hneyksla, en margir muna eflaust eftir fárinu sem fylgdi þegar uppkomst að hrossakjöt hafði verið notað í stað nautakjöts í fjölmörgum tilbúnum réttum.

Nánar um verkefnið MatarHeilindi (FoodIntegrity).

Fréttir

Viltu vera hjá okkur?

Nú eru lausar skrifstofur til leigu í húsnæði Matís, Vínlandsleið 14, fyrir lítil fyrirtæki og einstaklinga, sem sjá sér hag í því að vera innan um helstu sérfræðinga landsins í matvælavinnslu og líftækni.

Húsnæðið sem er í boði eru nokkrar bjartar og góðar skrifstofur, einnig er hægt að fá aðgang að rannsóknaraðstöðu og vottuðu matvinnslurými eftir nánara samkomulagi.

Kynntu þér málin á heimasíðu Matís.

Húsnæði til leigu
IS