News

Sjálfbærari fiskveiðar og verndun vistkerfa

Hvernig eflum við sjálfbærar fiskveiðar og stuðlum að verndun sjávarvistkerfa?

Haraldur Arnar Einarsson, sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun og Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftlagsmála hjá Brim komu til okkar í Matvælið og ræddu meðal annars hafrannsóknir, sjálfbærar fiskveiðar, verndun vistkerfa og aðlögunarhæfni í sjávarútvegi.

MarineGuardian verkefnið hefur það að markmiði að efla sjálfbærar fiskveiðar og stuðla að verndun sjávarvistkerfa í Atlantshafi og Norðuríshafi, með aukinni þekkingu og þróun lausna sem draga úr meðafla, brottkasti, olíunotkun, neikvæðum áhrifum á botnvistkerfi, auka afla á sóknareiningu, og tryggja bætta gagnaöflun og úrvinnslu til ákvarðanatöku og framsetningu sjálfbærniskýrslna.

News

Hvernig byggjum við fram­tíð mat­væla­iðnaðar á Ís­landi?

Rannsóknir og nýsköpun eru nauðsynlegar til að takast á við breytingar og efla íslenskan matvælaiðnað. Til þess þarf mannauð, samstarf, samnýtingu aðstöðu, tækja og búnaðar og fjármagn. Þetta þarf að spila saman. Þörfin er mikil og samkeppnin er mikil við aðrar greinar atvinnulífs og þjónustu. Samstarf Matís og Háskóla Íslands er gott dæmi um hvernig þetta getur virkað. Þar hefur Matís verið brúin milli háskólamenntunar og atvinnulífs í mjög árangursríku samstarfi. Á síðustu 15 árum hafa um 30 einstaklingar klárað doktorsverkefni og um 150 einstaklingar unnið sín rannsóknaverkefni í mastersnámi í samstarfi við atvinnulífið. Þannig höfum við menntað og þjálfað sérfræðinga og frumkvöðla framtíðarinnar í nýtingu, vinnslu og verðmætasköpun úr lífauðlindum á Íslandi. Þetta er líka ein af forsendunum fyrir góðum árangri Matís í samkeppnissjóðum Evrópusambandsins við að fjármagna samstarfsverkefni til að takast á við áskoranir og tækifæri matvælaframleiðenda á Íslandi.

Samstarf Matís við háskóla felst í sameiginlegu starfsfólki og samnýtingu aðstöðu og búnaðar til að efla fræðilega og verklega menntun háskólanema á þeim fræðasviðum sem það nær til. Rannsóknirnar í þessum verkefnum snúast meðal annars um matvælaframleiðslu, öryggi matvæla, líftækni og orkunýtingu. Þær hjálpa til við að auka samkeppnishæfni Íslands á alþjóðavettvangi og skapa tækifæri til nýsköpunar sem nýtist samfélaginu í heild.

Markmiðið er einnig að vera leiðandi og alþjóðlega samkeppnisfær á sérfræðisviðum sem tengjast rannsóknun og nýsköpun í nýtingu lífrænna auðlinda á sjó og landi. Þannig hafa sameiginleg rannsóknaverkefni eflt bæði framhaldsnám og íslenskt samfélag. Matís er því mikilvæg brú milli vísinda og atvinnulífs með því að tengja verkefni háskólanemenda við þarfir atvinnuvega og samfélags.

Á síðustu árum hafa nemendur við Háskólann á Akureyri, Háskóla Íslands og starfsnemar frá nokkrum háskólum Í Evrópu unnu að sínum verkefnum undir leiðsögn sérfræðinga frá Matís. Öll voru þau unnin í samvinnu við fyrirtæki í iðnaðinum t.d um framtíðarflutningsleið fyrir ferskan lax til Norður-Ameríku; framhaldsvinnslu á laxi og um strandveiðar á Íslandi. Sex meistaranemar í matvælafræði, iðnaðarlíftækni og örverufræði við Háskóla Íslands unnu og luku við sín verkefni á árinu. Þau snerust um allt frá rannsóknum á hitakærum örverum; örveruflóru við verkun á hákarli, örverur á fiskikerjum til samanburðar á fiskveiðum í Noregi og á Íslandi.

Þrettán doktorsnemar við Háskóla Íslands stunduðu sínar rannsóknir í samvinnu við Matís. Tveir nemendur vörðu verkefni sín á síðastliðnu ári, þær Rebecca Sim og Anna Þóra Hrólfsdóttir. Starfsnemar frá erlendum háskólum voru 27. Þetta eru starfsnemar á meistarastigi sem koma sex mánuði í senn og doktorsnemar sem koma aðallega frá Evrópulöndum. Á árinu 2023 voru þeir frá níu löndum, Danmörku, Frakklandi, Grikklandi, Hollandi, Indlandi, Skotlandi, Spáni, Tékklandi og Þýskalandi og frá nítján háskólum.

Samstarf Matís og háskólanna á Íslandi sýnir hvernig markviss þekkingaruppbygging getur haft jákvæð áhrif á atvinnulíf og efnahag. Með því að bæta við þekkingu, tengjast erlendum stofnunum og styðja við doktorsverkefni hefur þetta samstarf lagt grunn að nýjum lausnum og tækifærum. Til að halda þessum árangri áfram þarf að fjárfesta enn frekar í rannsóknum og nýsköpun. Með skýrri framtíðarsýn og stuðningi við mannauðinn getum við tryggt að Ísland haldi áfram að vera í fararbroddi á sviði nýsköpunar og þekkingarsköpunar, sem mun nýtast komandi kynslóðum vel.

Oddur Már Gunnarsson, forstjóri Matís, og Salvör Jónsdóttir, stjórnarformaður Matís.

News

Eru tækifæri í nýtingu rauðátu og ljósátu á norðurslóðum?

Contact

Stefán Þór Eysteinsson

Research Group Leader

stefan@matis.is

Rauðáta og ljósáta eru undirstaða lífs í höfunum og er lífmassi þeirra einn sá mesti einstakra lífvera á jörðinni. Þannig er talið að lífmassi rauðátu á norsku hafsvæði sé um 33 milljónir tonna og ársframleiðslan um 300 milljónir tonna. Norsk yfirvöld hafa gefið út veiðikvóta upp á rúmlega 250 þúsund tonn á ári og þá hafa Færeyingar fylgt eftir og gefið út kvóta upp á um 125 þúsund tonn. Hafrannsóknastofnun mat nýlega stofnstærði rauðátunnar umhverfis Ísland og telur að lífmassinn sé um 5,9 milljón tonn, í framhaldi af því hefur stofnunin gefið út minnisblað sem leggur til að aflamark í rauðátu upp á 59 þúsund tonn.

Það er hins vegar ekki sjálfsagt að farið verði að nýta rauðátu og ljósátu, þar sem tegundirnar gegna mikilvægu hlutverki í vistkerfum hafsins og eru til dæmis ein helsta fæða mikilvægra nytjastofna. Dýrasvif gegna einnig lykilhlutverki í líffræðilegri kolefniskeðju úthafanna, þar sem koltvísýringur úr andrúmsloftinu er fangaður og geymdur djúphafinu. Þetta tvöfalda hlutverk við að styðja við líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr loftslagsbreytingum undirstrikar mikilvægi þess að stýra nýtingu dýrasvifa á sjálfbæran hátt. Mögulega er áhættan við að nýta dýrasvið einfaldlega of mikil? Nýting á rauðátu og ljósátu gætu aftur á móti skapað miklar tekjur og atvinnutækifæri, auk þess að stuðla að fæðuöryggi. Möguleikar í kringum nýsköpun á sviðum eins og matvælaframleiðslu, líftækni, lyfjaþróunar, framleiðslu fæðubótaefna, snyrtivara og fóðurgerðar eru umtalsverðir. Árangursrík nýting þeirra gæti aukið fjölbreytni í íslenskum og norrænum hagkerfum og treyst stöðu sjávarbyggða.

Norska fyrirtækið Calanus AS hefur staðið að uppbyggingu rauðátuveiða og vinnslu í Noregi síðustu tvo áratugi. Fyrirtækið hefur verið með 3 stóra frystitogara í veiðunum síðustu ár og  fjárfesti nýlega í vinnsluhúsnæði og búnaði sem unnið getur úr 10 þúsund tonnum af rauðátu á ári. Þá hafa Færeyingar reynt fyrir sér með rauðátuveiðar í atvinnuskyni, með frekar dræmum árangri. Þá má einnig geta þess að fyrirtækið Rauðátan ehf. í Vestmannaeyjum, ásamt Þekkingarsetri Vestmannaeyja, hefur staðið að tilraunaveiðum á rauðátu við Vestmannaeyjar síðastliðin 2 ár. Veiðar á ljósátu eru komnar lengra en rauðátuveiðarnar, en þar hefur Aker BioMarin rutt brautina með yfir áratug af rannsóknum og nýsköpun, auk umfangsmikilla veiða í atvinnuskyni við Suðurskautslandið. Tilraunir með ljósátuveiðar á norðurslóum hafa staðið yfir með misjöfnum árangri.

Ljóst er að það eru gríðarleg tækifæri í nýtingu rauð- og ljósátu, en það er hins  vegar þá þörf á mikilli fjárfestingu í rannsóknum og nýsköpun til að þróa fiskveiðar og afurðir, sem og til að skilja áhrif veiðanna á vistkerfið, þar sem vistkerfisnálgun við stjórnun er mikilvæg. Því ákvað vinnuhópur Norrænu ráðherranefndarinnar um samstarf í sjávarútvegi að fjármagna Norrænt rannsóknaverkefni sem ætlað var að koma á fót netverki hagaðila er tengjast rannsóknum og mögulegri nýtingu á rauðátu og ljósátu á norðurslóðum. Stóð netverkið fyrir ráðstefnu sem fram fór í Kaupmannahöfn síðasta sumar og má sjá framsögur ráðstefnunnar á heimasíðu verkefnisins https://little-giants.net/ auk þess sem hópurinn hefur nú gefið út lokaskýrslu um verkefnið, sem nálgast má here.

Frekari upplýsingar um verkefnið og niðurstöður þess veitir verkefnastjóri verkefnisins Stefán Þór Eysteinsson stefan@matis.is

News

Matís fékk GMP gæðavottun frá Lyfjastofnun

Contact

Halla Halldórsdóttir

Quality and Safety Manager and Data Protection Officer

halla.halldorsdottir@matis.is

Vottunin staðfestir að örverurannsóknastofa Matís í Reykjavík uppfyllir reglur um góða starfshætti í lyfjagerð. Þessi viðurkenning bætist við aðrar faggildingar rannsóknastofunnar, frá Swedac (Swedish Board for Accreditation and Conformity Assessment) og NYSDOH (New York State Department of Health) og undirstrikar að gæðakerfi rannsóknastofunnar og starfshættir hennar tryggja áreiðanlegar og trúverðugar niðurstöður í  hvívetna. 

GMP vottunin hefur sérstaka þýðingu gagnvart viðskiptavinum Matís í lyfjaiðnaði. GMP stendur fyrir Good Manufacturing Practice (GMP), en öll meðhöndlun og umsýsla lyfja s.s. framleiðsla, innflutningur, dreifing, notkun, verkun og tilraunir með lyf lúta ákveðnum skilgreindum gæðastöðlum sem Lyfjastofnun heldur utan um.

Vonir standa til þess að GMP vottunin greiði fyrir því að fyrirtæki í lyfjaiðnaði og aðrir aðilar sem starfa í GMP umhverfi geti nýtt sér þjónustu örverurannsóknastofu Matís sér til gagns.

Á myndinni er Halla Halldórsdóttir gæða- og öryggisstjóri Matís.

News

A new database on microorganisms in food and production environments

Contact

Sigurlaug Skírnisdóttir

Project Manager

sigurlaug.skirnisdottir@matis.is

Microorganisms are part of our food. However, knowledge of which microorganisms are found in food and in the production environment is still limited. A recent study, in which Matís participated, has provided new insight into this subject. The results will contribute to a better understanding of the effect of microorganisms on various aspects of food, such as shelf life, safety, quality and taste.

The study was part of the European project MASTER, which brought together 29 partners from 14 countries. One of the goals of the project was to create a database of microorganisms in food by sequencing genetic material from 2533 samples taken from various foods and their production environment. Matís was in charge of studying samples from Icelandic fish processing plants, but the research project covered all major food groups. This is the largest study ever conducted on the microbial composition of food and production environments, but a better understanding of these microbes could contribute to the improvement of people's health, as some microbes from food can become part of our microflora.

A total of 10899 food-associated microorganisms were identified in these samples, half of which were previously unknown species. The results showed that food-related microbes form an average of about 3% of the intestinal flora of adults and about 56% of the intestinal flora of infants.

"These results suggest that some of the microbes in our gut come directly from food, or that humans have historically acquired them from food, where they have later adapted and become part of the human gut flora," says Nicola Segata, a microbiologist at the University of Trento and the European Cancer Institute in Milan. Although 3% may seem like a low percentage, these microbes can have a major impact on the functioning of the intestinal flora. The database is therefore an important contribution to science and public health, as it will be useful for research on the effects of food-related microorganisms on our health.

Although few pathogenic microorganisms were identified in the food samples, there were several species that may be undesirable due to their effects on the taste or shelf life of foods. Knowledge of which microorganisms belong to certain foods can therefore be useful for producers, both large and small, to improve product quality. This information can also assist food control in defining which microorganisms should and should not be present in certain foods as well as tracking and certifying their origin. The results of the study were published last August 29 in the magazine Cell Press and the database is now accessible. Findings specifically related to seafood have also been published in the journal Heliyon, published by Cell Press. As mentioned above, the research is part of the European research project MASTER and was funded by Horizon 2020, Horizon Europe, the Italian Ministry of Foreign Affairs, the European Research Council, the Spanish Ministry of Science and Innovation, the Science Foundation of Ireland and the Irish Ministry of Agriculture, Food and Fisheries.

News

Matís' vegetable book provides information about vegetables from harvest to consumer

Contact

Ólafur Reykdal

Project Manager

olafur.reykdal@matis.is

Matís' vegetable book is now available to everyone on Matís' website. This web book provides accessible information about vegetables, from harvest to the time the vegetables reach the consumer's table. The importance of domestic vegetable production for food security, the healthiness of vegetables, proper storage conditions, packaging of vegetables and how to reduce waste of vegetables are discussed. Emphasis is placed on short, concise text, and additional information can be retrieved by clicking on links in the text.

The project was funded by Þróunrfé garðyrkju, which is managed by the Ministry of Food. The goals of the project were to increase knowledge about the best treatment of vegetables and thus increase the quality of vegetables on the market and promote less waste. It is also hoped that consumer interest in Icelandic vegetables and their healthiness will increase.

At Matís, many projects on vegetables have been carried out. Particular attention has been drawn to results on vegetable by-products, packaging of vegetables and the health effects of packaging materials. You can now access the results of the projects through the vegetable book. There is reason to point out that it is possible to obtain information on the best storage conditions for the various types of vegetables, but there has been a lack of such information. Finally, it can be pointed out that the new Nordic nutritional recommendations emphasize the consumption of vegetables.   

EN