Annað hvert ár eru haldnar á Norðurlöndum ráðstefnur ”Nordic Sensory Workshop“ sem fjalla um skynmat og neytendarannsóknir og hefur Matís tekið þátt í undirbúningi þeirra.
Næsta ráðstefna sem er sú 20. í röðinni verður haldin í Helsinki dagana 22.-23. apríl 2026 og ber hún yfirskriftina ”Senses, Systems, and Sustainability”. Fjallað verður um þrjá samtengda þætti skynmats- og neytendafræða:
- Skynjun, – hvernig skynjun mótar upplifun af gæðum vöru, val neytenda og matarupplifun þeirra, og hvernig hægt er að hanna aðlaðandi vörur fyrir ólíka neytendahópa;
- Kerfi, – hvernig þættir innan matvælakerfis, svo sem hráefni, framleiðsla, vinnsla og neysla móta skynjun;
- Sustainability, – hvernig skynmatsfræðum er beitt til að styðja við ábyrga nýtingu auðlinda, samþykki neytenda þegar kemur að nýjum hráefnum eða innihaldsefnum, og efla nýsköpun í átt að sjálfbærari matvælum.
Nordic Sensory Workshop leggur áherslu á virka þátttöku, samtal og tengslamyndun, og er ráðstefnan bæði ætluð fagfólki í matvælaiðnaði og vísindafólki á þessu sviði og er kjörinn vettvangur fyrir iðnaðinn og vísindafólk til að hittast og efla samskipti á þessu sviði.
- Frekari upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér: https://blogs.helsinki.fi/nordic-sensory-workshop/
- Frekari upplýsingar um efni, mikilvægar dagsetningar og skráningu má finna hér: https://blogs.helsinki.fi/nordic-sensory-workshop/workshop-topics/
Íslensk matvælafyrirtæki eru hvött til að taka þátt, sækja sér þekkingu, byggja tengsl og taka þátt í virkum umræðum með fræðasamfélagi og leiðandi matvælafyrirtækjum á Norðurlöndum.
Ljósmynd: Kolbrún Sveinsdóttir

