Við hjá Matís leitum eftir fólki til að taka þátt í umræðum um fæðubótarefni tengdum nýju rannsóknarverkefni sem stýrt er af sérfræðingum Matís og er styrkt af Matvælasjóði.
Tilgangurinn með umræðunum er að fá upplýsingar um notkun á fæðubótarefnum og innsýn í viðhorf til fæðubótarefna með áherslu á B12 vítamín. Þátttaka felst í að taka þátt í umræðum sem tengjast fæðubótarefnum í litlum hópi (6-8 manns) og verður umræðunum stýrt af starfsmanni Matís. Í umræðunum verða þátttakendur spurðir út í notkun og viðhorf þeirra með áherslu á B12 vítamín.
Þátttaka felst í að mæta í Matís, Vínlandsleið 12 Grafarholti. Gert er ráð fyrir að umræðurnar taki að hámarki tvo tíma. Þátttakendur fá afhent 7.000 Kr. gjafabréf eftir umræðurnar.
Umræðurnar verða teknar upp og unnið verður úr niðurstöðum samkvæmt aðferðafræði fyrir eigindlegar rannsóknir. Nöfn þátttakenda, eða aðrar persónuupplýsingar, munu hvergi koma fram í túlkun niðurstaðna, skýrslum, greinum eða öðru efni þar sem fjallað verður um rannsóknina. Vinnsla gagna verður í samræmi við persónuverndarlög.
Samsetning einstaklinga í umræðuhópnum fer eftir ákveðnum bakgrunnsþáttum og fæðuvali.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt smellir þú á tengilinn hér að neðan sem vísar á stuttan spurningalista með spurningum tengdum þátttökuskilyrðum. Ef þú uppfyllir skilyrði fyrir þátttöku verður þú beðin/beðinn/beðið að gefa upp nafn, símanúmer og tölvupóstfang í lok spurningalistans. Þá verður fljótlega haft samband við þig með boði um þátttöku, og þá færðu nánari upplýsingar varðandi skipulag og tímasetningu umræðanna.
The conditions for participation are as follows:
- Að vera á aldrinum 25-75 ára
- Að taka inn fæðubótarefni og/eða vítamín reglulega (a.m.k. 2-3 sinnum í viku)
- Að leitast eftir því að draga úr neyslu dýraafurða eða neyta ekki dýraafurða
- Að vinna ekki við neytenda- eða markaðssrannsóknir, markaðssetningu, líftækni, matvælaframleiðslu, -rannsóknir eða -þróun.
Hér er tengill framangreindan spurningalista: