Skýrslur

Þang sem fóðurbætir fyrir mjólkurkýr

Útgefið:

22/09/2021

Höfundar:

Ásta Heiðrún Pétursdóttir, Corentin Beaumal, Gunnar Ríkharðsson, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Nýsköpunarsjóður námsmanna

Tengiliður

Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir

Verkefnastjóri

asta.h.petursdottir@matis.is

Lagt var upp með að kanna hvort hægt væri að auka nyt mjólkurkúa með þanggjöf og kanna efnainnihald og gæði mjólkurinnar. Einnig hvort hægt væri að nýta þanggjöf sem steinefnagjafa, t.d. fyrir lífrænt fóður sem gæti leitt af sér nýja afurð á borð við joðríka mjólk og því hvatað nýsköpun í
nautgriparækt. Niðurstöður leiddu í ljós að þanggjöf gæti haft jákvæð áhrif
á mjólkurframleiðni þar sem hóparnir sem fengu þanggjöf sýndu lítilsháttar aukningu á mjólkurframleiðslu miðað við samanburðarhópinn,
en breytingin var ekki marktæk. Niðurstöður á safnsýnum sýndu að snefilefnasamsetning breyttist. Fóðurbæting með þangi gæti t.d. verið
áhugaverður kostur fyrir bændur sem hafa hug á eða stunda nú þegar
lífræna framleiðslu en áhugi á lífrænni ræktun er að aukast hjá nautgriparæktendum.

Skoða skýrslu