Skýrslur

Viðhorf og kauphegðun íslenskra neytenda á hrossakjöti

Útgefið:

01/04/2019

Höfundar:

Eva Margrét Jónudóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Tengiliður

Eva Margrét Jónudóttir

Verkefnastjóri

evamargret@matis.is

Viðhorf og kauphegðun íslenskra neytenda á hrossakjöti

Markmið þessarar rannsóknar var að leggja fram tillögur til að bæta stöðu hrossakjöts á innanlandsmarkaði. Með megindlegri rannsóknaraðferð voru greind viðhorf og kauphegðun íslenskra neytenda (n = 853) á hrossakjöti. Niðurstöður voru meðal annars þær að hrossa- og folaldakjöt er ekki nógu áberandi og sýnilegt í verslunum alls staðar á landinu. Flestir sem versla hrossa- og/eða folaldakjöt kaupa það úr kæli eða um 50% þátttakenda en næst algengast er að fólk nálgist kjötið hjá vini, ættingja, slátri sjálft, kaupi beint frá býli eða fleira í þeim dúr. Oftar en ekki gerði fólk lítinn greinamun á viðhorfi til hrossakjöts annars vegar og folaldakjöts hins vegar. Hvað varðar kaupvilja á vörum þá sögðust flestir ólíklegastir til þess að kaupa grafið eða reykt hrossakjöt en líklegastir til þess að kaupa steikur, gúllas og snitsel. Að mati þátttakenda í rannsókninni hafa venjur og uppeldi hvað mest áhrif á neyslu hrossa- og folaldakjöts en þekking á vöru kom þar á eftir. Það eru mörg sóknarfæri í sölu hrossakjöts. Flestir sem tóku þátt í rannsókninni voru virkilega jákvæðir og fögnuðu umræðunni um hrossakjöt. 96% þeirra sem tóku þátt höfðu smakkað hrossa- og/eða folaldakjöt en þeir sem ekki höfðu smakkað höfðu ekki áhuga, annað hvort þá vegna þess þeir borðuðu ekki kjöt yfir höfuð eða vegna þess að þeim fannst það líkt og að borða hundinn sinn og töldu það rangt vegna tilfinninga. Hjátrú og fordómar gagnvart neyslu hrossakjöts virðast vera liðin tíð en þó mætti auka þekkingu almennings á gæðum og meðferð hrossakjöts. Flestir töldu hrossa- og folaldakjötið vera hreina og umhverfisvæna fæðu, lausa við sýklalyf og aðskotaefni. Það er ekki hægt að segja annað en að tækifærin séu til staðar fyrir markaðsetningu hrossakjöts og hægt að gera ráð fyrir því að með mörg tromp á hendi megi vinna stóran slag ef haldið er rétt á spilunum.

The aim of this study was to improve the status of horse meat on the Icelandic market. A quantitative research method was used to study the attitudes and buying behavior of Icelandic consumers on horse meat (n = 853). The results showed that horse and foal meat is not prominent and visible in stores in Iceland. Most people who buy horse and / or foal meat buy it from stores, refrigerated, or about 50% of the participants, but most often people get the meat from friends, relatives, slaughter themselves or buy directly from farms. Attitudes towards horse meat and foal meat were generally similar. In terms of buying a product, most people were the least likely to buy a buried or smoked horse meat, but most likely to buy steaks, guillemots and chips. The respondents believed that habits and upbringing had the most effect on horse and foal meat consumption, but knowledge of the product was in the third place. There are many opportunities in the sale of horse meat provided for quality products. Most of the participants were positive towards horse meat and welcomed the discussion on horse meat. 96% of the participants in the survey had tasted horse and / or foal meat. Those who had not tasted the meat, had no interest, either because they did not eat meat or because they felt like eating their dog and felt it was wrong because of emotions. Pastoralism and prejudice towards horse meat appear to belong to the past, but there is room for improvement of consumer knowledge of quality and treatment of horse meat. Most people considered the horse and foal meat to be clean and environmentally friendly food, free of antibiotics and contaminants. The marketing possibilities for horse meat are good.

Skoða skýrslu