Handbækur

Geita- og sauðamjaltir

Leiðbeiningar um góða starfshætti og innra eftirlit við geita- og sauðamjaltir smáframleiðenda.

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Faggreinaleiðbeiningar

Leiðbeiningar um góða starfshætti og innra eftirlit við geita- og sauðamjaltir smáframleiðenda.

Stjórnvöld eiga samkvæmt matvælalöggjöf að hvetja faggreinar matvælaframleiðanda, s.s. samtök í iðnaði, samtök verslana og veitingahúsa og samtök fiskvinnslustöðva til að taka saman leiðbeiningar um góða starfshætti, innra eftirlit með GÁMES, sem er „Greining áhættuþátta og mikilvægra eftirlitsstaða. Á ensku kallast það HACCP sem stendur fyrir „Hazard analysis and critical control points. Markmiðið er að faggreinar skilgreini staðal sem greinin vill að fyrirtæki uppfylli og að auðvelda fyrirtækjum að setja upp og innleiða innra eftirlit byggt á GÁMES. Matvælastofnun á að yfirfara slíkar leiðbeiningar til að sannreyna að þær uppfylli þær kröfur sem gerðar eru. Við framkvæmd opinbers eftirlits er stuðst við leiðbeiningarnar hjá þeim fyrirtækjum sem hafa byggt upp sitt GÁMES kerfi. Fyrirtæki sem nýtir sér slíkar leiðbeiningar verður þó ávallt að vera meðvitað um að það geta verið þættir í starfsemi fyrirtækisins sem ekki eru í samræmi við leiðbeiningarnar og því þarf alltaf að aðlaga þær í hverju tilviki fyrir sig.

Faggreinaleiðbeiningar, eins og hér eru framsettar, eru leiðbeiningar um góða starfshætti, innra eftirlit og GÁMES fyrir mjaltir á geita- og sauðamjólk. Stuðst var við útgefið efni frá Eldrimner í Svíþjóð 2013; Fäbodnäringens branschriktlinjer og Riskbedömning och kritiska styrpunkter vid framställning av fäbodprodukter og frá Danmörku; Branchekode for egen- kontrol i mælkeleverende besætninger, 4. útgáfa 2017.

Í faggreinaleiðbeiningum er tiltekið hvernig hægt sé að koma í veg fyrir hættur og hvaða verklag er hentugast að viðhafa við mjaltir og söfnun mjólkur fyrir áframhaldandi úrvinnslu. Leiðbeiningarnar eiga að hjálpa bóndanum að ná markmiðum um heilnæm matvæli.

Verkið var unnið af Matís, í samvinnu við Geitfjárræktarfélag Íslands, Landssamband sauðfjárbænda, samtökin Beint frá býli og Matvælastofnun, sem hefur samþykkt þessar fagleiðbeiningar.

Geita- og sauðamjaltir – Faggreinaleiðbeiningar

IS