Fréttir

Arðvænleg verkefni hjá Matís

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Áhersla verður lögð á arðvænleg rannsóknarverkefni í samvinnu við atvinnulífið, að því er fram kemur í viðtali Markaðarins við Sjöfn Sigurgísladóttur, forstjóra Matís ohf. Þar kemur fram að áherslur séu að nokkur leyti aðrar en þær sem einkenndur stofnanirnar sem runnu inn í félagið.

Þá kemur fram að spennandi ár sé framundan hjá Matís og fjöldi álitlegra verkefna á sviði matvælarannsókna. Má þar nefna verkefni sem talið er að geti aukið verðmæti fiskflaka hér um rúma þrjá milljarða króna á ári með því að fullnýta fiskprótín sem hingað til hefur verið selt sem dýrafóður, segir í Markaðnum.