Fréttir

Humarhótel Matís á Höfn vekur athygli

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Hægt er að fá allt að því þrisvar sinnum hærra verð fyrir lifandi humar heldur humar sem er seldur frystur, að því er fram kom í þættinum Krossgötur á Rás 1.

Þar er fjallað um svokallað humarhótel á Höfn, sem er á vegum Matís. Á humarhótelinu er humri haldið lifandi í ákveðinn tíma frá því að hann er veiddur svo hægt sé að selja hann þegar eftirspurn er meiri.

Hægt er að hlýða á umfjöllun um humarhótelið hér.