Fréttir

Bætt líðan aldraðra með þrívíddarprentuðum mat?

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Björn Viðar Aðalbjörnsson, starfsmaður Matís og Háskóla Íslands, hlaut fyrir stuttu styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna fyrir tvo nemendur en ætlunin er að kanna nýjar leiðir til þess að bæta heilsu, minnka lyfjakostnað og auka lífsgæði aldraðra. 

Næring á efri árum getur við vandasöm og minnkar gjarnan matarlyst eldra fólks. Þetta getur leitt til vannæringar sem hefur margvísleg heilsufarsvandamál. Lystarleysi getur valdið miklu þyngdartapi ásamt þreytu og vanlíðan. Merki um lélegt næringarástand er lágur líkamsþyngdarstuðull sem fylgir þyngdartapi. Þetta er þekktur áhættuþáttur fyrir andlát hjá eldra fólki og eykst einnig hætta á slysum vegna kraftleysis. Aukin matalyst og bætt líðan aldraðra á stóran þátt í næringarinntöku. Næringarinntaka er mikilvæg fyrir sjúklinga sem eru að jafna sig eftir aðgerð eða slys. 

Í verkefninu er stefnt að því að stytta innlögn eða viðveru á sjúkrastofnunum með einfaldri breytingu á útliti þess matar sem er í boði. Styttri viðvera á sjúkrastofnun þýðir betri lífsgæði eldri fólks og þar af leiðandi minna álag á heilbrigðiskerfið með tilheyrandi sparnaði fyrir þjóðfélagið.