Fréttir

Birting ritrýndrar greinar frá vísindamönnum Matís

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Í einu grammi af jarðvegi eru miljarðar af örverum sem fæstar er hægt að einangra en með því að einangra DNA beint úr slíkum sýnum er hægt að nálgast gen og hagnýta þau í iðnaði.

Matís-Prokaria var eitt af fyrstu fyrirtækjum í Evrópu sem styrkt var af Evrópusambandinu til að þróa aðferðafræði til leitar ensímgena beint úr umhverfissýnum. Þetta verkefni var í fimmtu rammaáætlun Evrópusambandsins og kallaðist Thermogen. Vinnan í þessu verkefni fólst í að leita að sterkjusundrandi og sterkjuummyndandi ensímgenum úr hverasýnum með nýrri tækni sem þróa átti. Auk Matís-Prokaria komu einungis tveir rannsóknahópar að verkefninu sem stjórnað var af Guðmundi Óla Hreggviðssyni og Ólafi H. Friðjónssyni. Niðurstöður verkefnisins voru mjög mikilvægar við þróun þeirrar aðferðarfræði sem mikið af starfsemi Matís-Prokaria byggir á í dag við ensímgenaleit. Í verkefni voru útskrifaðir meistara- og doktorsnemar bæði hér og erlendis. Aukin skilningur fékkst á eðli og eiginleikum sterkjumbreytandi ensíma. Sumt er verðmæt innanhússvitneskja en þrjár greinar hafa verið birtar byggðar á niðurstöðum verkefnisins og er ein nýbirt og fjallar hún um eiginleika ákveðins undirhóps sterkjuensímanna sem leiddir voru í ljós í  þessari rannsókn. Greinina má finna í heild sinni hér.

IS