Fréttir

Erindi Sjafnar á Málþingi í morgun

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Í morgun var haldið málþing Stofnunar stjórnsýslufræða við H.Í. og Félags forstöðumanna ríkisstofnana þar sem rætt var um kosti og galla hlutafélagaformsins í opinberri starfsemi og það borið saman við hefðbundið form opinbers rekstrar. Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf og verðandi forstjóri Matís ohf var á meðal þeirra sem fluttu erindi á málþinginu.

Málþingið var haldið á Grand hótel Reykjavík og þau sem fluttu erindi voru Arnar Þór Másson, sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu og aðjúnkt við stjórnmálafræðiskor HÍ, Páll Magnússon útvarpsstjóri og Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf og verðandi forstjóri Matís ohf.

Erindi Sjafnar bar yfirskriftina Hlutafélagavæðing opinberrar starfsemi kostir og gallar og hægt er að skoða glærur úr erindinu með því að smella hér.