Fréttir

Ert þú með hugmynd að verkefni fyrir Matvælasjóð?

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Opnað hefur verð fyrir umsóknir í hinn nýstofnaða Matvælasjóð sem styrkir þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla.

Hefur þú verkefnishugmynd sem þú vilt senda inn í sjóðinn og vantar samstarfsaðila til að vinna með? Hlutverk Matís er að styðja við verðmætasköpun og framleiðslu heilnæmra afurða með rannsóknum og nýsköpun. Starfsmenn Matís hafa mikla reynslu af því að móta verkefnahugmyndir í rannsóknasjóði og geta því stutt frumkvöðla og fyrirtæki í því að ná árangri með hugmyndir sínar.

Ef þú hefur áhuga á að vinna með Matís að mótun og framkvæmd verkefnis þá hvetjum við þig til að hafa samband.

Smelltu hér til að hafa samband við okkur!

IS