Handbækur

Áhrifaþættir á gæði lambakjöts

Matís, Landbúnaðarháskóli Íslands og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hafa á síðustu árum unnið saman að verkefnum um gæði íslensks lambakjöts.

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Matís, Landbúnaðarháskóli Íslands og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hafa á síðustu árum unnið saman að verkefnum um gæði íslensks lambakjöts. Rit LbhÍ nr. 120 Áhrifaþættir á gæði lambakjöts eftir þau Guðjón Þorkelsson, Emmu Eyþórsdóttur og Eyþór Einarsson, er komið út. Ritið fjallar um niðurstöður rannsóknaverkefnis um áhrif meðferðar og kynbóta á gæði íslensks lambakjöt en verkefni var unnið í samvinnu Matís, LbhÍ og RML.

Tekin voru sýni af tæplega 800 kjötskrokkum í fjórum sláturhúsum og gerðar margvíslegar mælingar bæði í sláturhúsunum og á kjötsýnunum. Markmiðið var að meta stöðu íslensks lambakjöts út frá gæðamælingum og gera tillögur um áherslur í kynbótum fyrir kjötgæðum og um rétta meðferð fyrir og eftir slátrun. Jafnframt var safnað vefjasýnum til greininga á erfðaefni í mögulegum framhaldsrannsóknum.

Handbókina má nálgast hér: Áhrifaþættir á gæði lambakjöts

IS