Fréttir

Fagur Fiskur II hefur göngu sína í sjónvarpi

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Flestir muna eftir sjónvarpsþáttunum Fagur Fiskur sem sýndi voru í Ríkissjónvarpinu fyrir um tveimur árum síðan. Þættirnir hlutu fádæma áhorf en vel á annað hundrað þúsund manns horfðu á þættina í viku hverri. Þættirnir unnu til Edduverðlauna árið 2011.

Nú er framhald þessara þátta að hefja göngu sína og má búast við skemmtilegu sjóvarpsefni fimmtudagskvöld í haust.

Sjónvarpsþættir verða sýndir á RÚV á fimmtudagskvöldum, en þættirnir hafa það að markmiði að kynna fyrir áhorfendum alla þá ótrúlegu möguleika í því frábæra hráefni sem finnst í hafinu í kringum landið. Hugmyndin af þáttunum kviknaði hjá Gunnþórunni Einarsdóttur matvælafræðingi hjá Matís og Brynhildi Pálsdóttur vöruhönnuði. Mastersverkefni Gunnþórunnar í matvælafræði við Háskóla Íslands fjallaði um stöðu fiskneyslu hjá ungu fólki á Íslandi. Niðurstöður verkefnisins sýndu að mikil þörf væri fyrir að efla bæði þekkingu fólks og neyslu þess á sjávarfangi. Út frá þessu verkefni kviknaði sú hugmynd að gera sjónvarpsþætti þar sem sjávarfang landsins væri í aðalhlutverki. Þær Gunnþórunn og Brynhildur fengu Svein Kjartansson matreiðslumann, Áslaugu Snorradóttur ljósmyndara og Sagafilm í lið með sér til þess að láta hugmyndina verða að veruleika. Hugmyndin var þróuð áfram og útfærð af Áslaugu, Sveini og Hrafnhildi Gunnarsdóttur leikstjóra hjá Sagafilm.

Nánari upplýsingar veitir Gunnþórunn Einarsdóttir hjá Matís.

Kynningarmyndband fyrir þættina

Í fyrsta þættinum verður þari tekinn fyrir en það er eitt þessar dulafullu hráefna sem innihalda stórkostlega næringu.

Þari

Í Herdísarvík á sunnanverðu Reykjanesi má finna söl og annan þara sem gómsætt er að elda úr. Þóra Valsdóttir leiðir okkur í allan sannleik um leyndardóma þaratínslu og neyslu í fjöruborðinu. Dúkkah, fjörusoðningur og bleikjunúðlusalat með sölum kætir og gleður uppfinningamennina Jón Trausta Kárason og Sæmund Elíasson frá Matís  sem sýna listir sínar og útbúa þarapasta sem Sveinn Kjartansson setur mark sitt á.

Fyrsti þátturinn fjallar um þara