Fréttir

Fjallað um folaldakjötið

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Eva Margrét Jónudóttir

Verkefnastjóri

evamargret@matis.is

Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins er fjallað um skýrslu sem Matís gaf út um framleiðslu hestakjöts og niðurstöður á mælingum um næringarinnihald og eiginleika kjötsins.

Í umfjöllun Bændablaðsins var rætt við Evu Margréti Jónudóttir, sem er í hópi skýrsluhöfunda, en hún segir að rannsóknum um eiginleika hestakjöts sé mjög ábótavant um allan heim og að Ísland sé engin undantekning.

Í ályktunum skýrslunnar kemur sem fyrr segir fram að folaldakjöt sé hágæða kjötvara sem ætti að uppfylla allar helstu óskir neytenda hvað varðar gæði, hreinleika og næringargildi.

Umfjöllun Bændablaðsins má finna hér.

Auk þess var viðtal við Evu Margréti um folaldakjötið í útvarpsþættinum Samfélagið á Rás 1. Það má hlusta á viðtalið hér.Deila frétt: