Fréttir

Frábær árangur Matís og Háskóla Íslands í rannsóknastarfi Evrópu, Horizon2020

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Ráðstöfun fjármuna til rannsókna- og nýsköpunar eykst og er þessi þróun í samræmi við stefnu Vísinda- og tækniráðs. Alþjóðlegt rannsókna og nýsköpunar samstarf gegnir lykilhlutverki fyrir kraftmikið rannsókna- og þróunarstarf hér á landi þar sem fyrirtæki og vísindasamfélag vinna saman að því að efla og endurnýja atvinnulífið. Erlent fjármagn stendur undir um fjórðungi af rannsókna- og nýsköpunarstarfi hér á landi. Evrópskt samstarf um rannsóknir og nýsköpun er Íslendingum mikilvægt.

Matis_Horizon2020_Innova.se_1Matís og Horizon2020 skv. Vinnova 

Íslendingar, íslensk fyrirtæki og íslenskir háskólar, hafa aukið ráðstöfun fjármuna til rannsókna- og nýköpunarstarf. Rannsóknir og þróun búa í haginn fyrir öflugt atvinnulíf til framtíðar. Samstarf um rannsóknir og þróun er mikilvægt. Mkilvægt er að hámarka áhrif fjárfestinga í rannsóknum og nýsköpun. Mikilvægt er að fyrir hendi séu traustir og öflugir innviðir til rannsókna og nýsköpunar.

Í samræmi við stefnu Vísinda- og tækniráðs hefur ráðstöfun fjármuna til rannsókna og nýsköpunar aukist. Stefna Vísinda og tækniráðs er að hlutfall rannsókna og þróunar nemi um 3% af vergri landsframleiðslu. Til samanburðar má geta þess að í Japan gengið út frá því að hið opinbera leggi 1% af landsframleiðslu til rannsókna og þróunar og einkaaðilar leggi 3% af landsframleiðslu til rannsókna og þróunar, eins og fram kom nýlega. Eins og Hagstofa Íslands greindi frá 11. október sl. og bent var sérstaklega á í fréttaskýringu Kjarnans sem og leiðara Morgunblaðsins 12. okróber s.l. hafa umsvif rannsókna og þróunarstarfs aukist hér á landi. Árið 2013 var hlutfallið 1,76%, árið 2014 var hlutfallið 2,01% og í fyrra voru útgjöld til rannsókna og þróunarstafs um 2,19% af landsframleiðslu. Aukin umsvif nýsköpunar má að vissu leiti rekja til stefnumörkunar Vísinda og Tækniráðs og eftirfylgni þeirrar stefnu en án áframhaldandi rannsókna og þróunarvinnu þeirra stoða sem fyrir voru hefði aukningin varla komið fram í hagtölum.

Fyrirtæki, Matís þ.m.t., hafa aukið mjög ráðstöfun fjármuna til rannsókna og þróunarstarfs. Fyrirtæki vörðu 12,7 milljörðum meira til nýsköpunarstarfs árið 2015 en 2013 munar þar mestu um 6,2 milljörðum meiri útgjöld sem erlendir einkaaðilar lögðu til, nam árið 2015 samtals 9,8 milljörðum, og 6,1 milljarði meira sem innlendir einkaaðilar lögðu til, nam árið 2015 samtals 17 ½ milljarði kr. Þá má leiða að því líkum að nærri 700 milljón kr. aukning opinberrar innlendrar fjármögnunar til nýsköpunarstarfs fyrirtækja megi rekja til stefnu vísinda og tækniráðs. Hlutur fyrirtækja í rannsóknum og þróun hefur vaxið úr 56% árið 2013 í 65% árið 2015.

Matis_Horizon2020_Innova.se_2Skipting á milli áherslna – Matís og Horizon2020
skv. Vinnova 

Háskólastofnanir vörðu 2,3 milljörðum meira í rannsókna og nýsköpunarstarf 2015 en 2013, fjármögnun einkaaðila við þá starfsemi drógst saman um nærri 400 milljónir, aukningin var borin uppi af opinberum innlendum framlögum u.þ.b. 2,6 milljörðum hærri 2015 en 2013.

Aðrar opinberar stofnanir vörðu 78 milljónum hærri fjárhæðum til nýsköpunarstarfs 2015 en 2013, sú aukning skýrist af því að fjármögnun erlendra einkaaðila jókst um 280 milljónir, og framlög innlendra einkaaðila ukust um nærri 30 milljónir á sama tíma og opinber innlend fjármögnun drógst saman um 140 milljónir og opinber erlend fjármögnun drógst saman um 90 milljónir.

Hagtölurnar benda til þess að viðþolslaus fjármagnsskortur hafi ekki eytt allri þolinmæði fjárfesta og fjármagns. Ávöxtun fjárfestinga í rannsóknum og þróun er í besta falli óviss við upphaf nýsköpunar og þarfnast þolinmæði. Þolinmótt fjármagn er varla helber goðsögn þó fjárhæðirnar þurfi að aukast um 17,9 milljarða til að ná 3% af landsframleiðslu. Augljóst er að hluti þeirra fjármuna sem einkaaðilar leggja af mörkum ratar að einhverjuleiti til rekstrar rannsókna- og þróunaraðila.

Matis_Horizon2020_Innova.se_3Matís og Rannsóknaáætlun Evrópu (RÁ) frá upphafi – Matís innsti hringur, þá lönd samstarfaðila og yst eru fyrirtækin, stofnanirnar og allir þeir aðilar sem Matís hefur átt í samstarf við. -skv. Vinnova

Alþjóðlegt rannsókna og nýsköpunar samstarf gegnir lykilhlutverki fyrir kraftmikið rannsókna- og þróunarstarf hér á landi þar sem fyrirtæki og vísindasamfélag vinna saman að því að efla og endurnýja atvinnulífið. Erlent fjármagn stendur undir um fjórðungi af rannsókna og nýsköpunar starfi hér á landi. Samkeppnishæfni lands og þjóðar byggir að verulegu leiti á fjárfestingum í rannsóknum og nýsköpun. Til að byggja undir samkeppnishæfni landsins er mikilvægt að búa að öflugum innviðum til rannsókna og nýsköpunar sem sambærilegum erlendum aðilum á sporði. Nýungar og fjölbreytini er liður í slagkrafti straumbreyta (e. Trendsetters). Með alþjóðlegu samstarfi eykst hæfni Íslendinga til að tileinka sér nýja hluti. Matís hefur á undanförnum árum kappkostað vandað rannsókna- og þróunarsamstarf sem stendur í vaxandi mæli undir starfsemi félagsins. Sú þróun skilar sér inn í hagtölurnar, sem erlend fjármögnun íslensks rannsókna og nýsköpunarstarfs. Rannsóknamiðstöð Íslands, Rannís, heldur utan um einn stærsta einstaka vettvang alþjóðlegs rannsókna og nýsköpunarsamstarfs sem Íslendingar taka þátt í þ.e. rammaáætlanir um rannsóknir og nýsköpun í Evrópu, sem í dag nefnist Horizon 2020, sá vettvangur hefur verið einkar mikilvægur fyrir þróunarstarf hjá Matís.

Matis_Horizon2020Þátttaka Íslands í Horizon 2020 verkefnum fram að október 2016. Birt með leyfi Rannís.

Samkvæmt upplýsingum Rannís, hefur Íslendingum gengið vel að fjármagna rannsókna og þróunarsamstarf með stuðningi í gegnum Horizon2020. Matís hefur ásamt Háskóla Íslands verið framarlega í því ötula alþjóðlega samstarfi hæfra íslenskra vísindamanna sem unnið er með stuðningi Horizon2020. Í því samhengi má nefna að Matís tekur þátt í 12 af þeim 67 verkefnum sem Íslendingar eiga hlutdeild innan Horizon2020 sama fjölda og Háskóli Íslands, þessar tvær grunnstoðir rannsókna og þróunarstarfs á Íslandi hafa með áberandi hætti náð góðum árangri fyrir Íslands hönd á þessum vettvangi (Hallgrímur Jónasson, Rannís október 2016). Árið 2015 voru Horizon 2020 styrkir sem Matís aflaði um 13% of opinberri erlendri fjármögnun til rannsókna og þróunarstarfs á vettvangi fyrirtækja hér á landi.

Nánari upplýsingar veitir Arnljótur B. Bergsson sviðsstjóri innleiðingar og áhrifa. Upplýsingar um Horizon2020 verkefni og þátttöku Matís má finna hér: www.horizon2020.is

Grafíkin í þessari frétt: sænska Nýsköpunarstofnunin (Vinnova)