Fréttir

Frægur fiskmarkaður á Íslandi?

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Verkefni, sem unnið er af Matís, snýst um að kanna grundvöll fyrir því að koma á fót fiskmörkuðum á Íslandi fyrir almenning og ferðamenn.

Markmiðið er að hvetja til stofnunar smásölu fiskmarkaða víðs vegar um landið og þar með styrkja tengingu neytenda við sjávarafurðir.

“Ástæða fyrir því að við förum af stað með þetta verkefni er sú að fiskneysla á Íslandi er slæm. Það hafa verið gerðar kannanir um það að fólk á aldrinum 15-19 ára er að borða u.þ.b.einn munnbita af fiski á dag og það er náttúrulega bara mjög slæmt og kannski aðgengi almennings að fiski er ekki sérstaklega gott og vitneskjan og þessi díaloga milli fisksalans og kaupandans hefur í raun og veru svona svolítið týnst. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur sem fiskveiðiþjóð að taka þetta aftur upp og efla þessa vitneskju um fisk” sagði Brynhildur Pálsdóttir sérfræðingur hjá Matís en auk hennar eru Þóra Valsdóttir frá Matís og Theresu Himmer arkitekt viðriðnar verkefnið.

Mikill áhugi hefur verið á verkefninu og stefnir allt í að fljótlega verði slíkur markaður stofnaður í Reykjavík. Verkefnið er styrkt af AVS sjóðnum (www.avs.is) og verða niðurstöður þess birtar í haust.