Fréttir

Fréttatilkynning stjórnar Matís

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, hefur látið af störfum eftir 8 ára starf. Matís er öflugt félag með sterkan mannauð. Stjórn Matís þakkar Sveini fyrir hans framlag til félagsins. Undir hans stjórn og með aðkomu öflugs starfsfólks, hugviti þeirra og þekkingu, hefur Matís vaxið.

Oddur Már Gunnarsson er starfandi forstjóri frá og með deginum í dag. Frekari upplýsingar veitir Sjöfn Sigurgísladóttir, stjórnarformaður Matís.