Fréttir

Frostþurrkun sjávarafurða lofar góðu

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Út er komin skýrsla á Rf sem ber yfirskriftina Frostþurrkun sjávarfangs: könnun á möguleikum, en þar eru birtar niðurstöður úr þróunarverkefni sem unnið var á síðasta ári á Rf. Markmið þess var að kanna möguleika á framleiðslu og sölu á frostþurrkuðum vörum úr íslensku sjávarfangi.

Í júní 2005 var settur upp nýr frostþurrkari, Genesis 25 SQ EL, á Rf, en hann var m.a. keyptur til að hægt væri að rannsaka möguleika á því að framleiða hágæðavörur úr sjávarfangi til notkunar í alls konar sérfæði, fæðubótarefni og markfæði.

Frostþurrkun er ferli þar sem vatn er fjarlægt úr frosinni afurð með uppgufun og undirþrýstingi. Þessi aðferð hefur yfirburði yfir aðrar þurrkunaraðferðir að því leyti að hún varðveitir betur bragð, lit, lífvirkni og aðra eiginleika í viðkvæmum afurðum.  Frostþurrkun hefur einkum verið notuð til að varðveita viðkvæma vöru s.s. ýmis ber, en trúlega er þó þekktasta frostþurrkaða afurðin instant kaffi.

Frostþurrkun á viðkvæmum afurðum eins og fiskpróteinum varðveitir betur þá eiginleika sem þau hafa.  Þetta er sérstaklega mikilvægt í rannsóknum og framleiðslu á lífvirkum peptíðum, en rannsóknir á því sviði er einmitt eitt af áherslusviðum Rf. 

Það var AVS-sjóðurinn sem styrkti verkefnið, en höfundar skýrslunnar eru þeir Guðjón Gunnarsson, Irek Klonowski og Guðjón Þorkelsson. Verkefnisstjóri var Guðjón Þorkelsson, deildarstjóri Vinnslu- og þróunardeildar Rf (s: 8604748)

Skýrslan Frostþurrkun á sjávarfangi: könnun á möguleikum

IS