Fréttir

Rf auglýsir eftir verkefnastjórum í fiskeldi á Akureyri og Ísafirði

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Rf auglýsir eftir tveimur verkefnastjórum til starfa á fiskeldisdeild Rf. Annað starfið er á Akureyri en hitt á Ísafirði. Ekki er um sams konar starf að ræða, enda mismunandi áherslur í starfsemi fiskeldisdeildar Rf á áðurnefndum stöðum.

Hjá Rf á Akureyri er unnið að verkefnum tengdum fóðri og næringarfræði fiska og mun auglýst starf verkefnastjóra þar mun einkum felast í umsjón með rekstri verkefna, samstarfi við fyrirtæki, stofnanir, háskóla og einstaklinga um verkefni.        

Nánari lýsing á starfi á Akureyri

Á Ísafirði er Rf að byggja upp öfluga starfsemi á sviði fiskeldis, sértaklega þorskeldis, og þar er m.a. unnið að verkefnum er lúta að ljósastýringu, lífeðlisfræði og atferli þorsks í eldi.          

Nánari lýsing á starfi á Ísafirði  

Umsóknarfrestur um bæði störfin er til 20. maí 2006. 

Rannveig Björnsdóttir, deildarstjóri Fiskeldisdeildar Rannsóknarsviðs Rf veitir nánari upplýsingar um störfin:  rannveig@rf.is   895 2176

IS