Enn á ný sendir Matís frá sér fræðsluefni til eflingar íslensks sjávarútvegs. Að þessu sinni er það samantekt um frystingu og þíðingu sjávarafurða.
Frystar afurðir hafa skipt gríðarlega miklu máli frá því frysting sjávarafurða hófst í alvöru hér á landi á árunum 1930-1940. Í hverri byggð voru reist a.m.k. eitt frystihús allt í kringum landið og ekki þurfti lengur að stóla eingöngu á söltun, þurrkun eða siglingar með hráefni. Frystingin bauð upp á ný tækifræi og nýja markaði, nú var hægt að selja verðmætar vertíðarafurðir allt árið út um allan heim.
Hver sá sem vinnur með frystar afurðir þarf að þekkja alla keðjuna frá veiðum á borð neytenda. Í þessu riti er farið vel í gegnum þessa keðju og hnykkt á öllu því helsta sem máli skiptir.
Frysting og þíðing – Fjölbreyttar og gagnlegar upplýsingar um frystingu og þíðingu sjávarfangs
Páll Gunnar Pálsson, matvælafræðingur, vann texta og setti upp handbókina, Margeir Gissurarson, matvælafræðingur og Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur, voru með í skipulagningu á efni, lásu yfir allt efnið og miðluðu af sinni þekkingu og reynslu.
Gerð þessarar handbókar var fjármögnuð af Matís með góðum stuðningi frá Rannsóknasjóði síldarútvegsins.
Hjá Matís er hægt að nálgast mikinn fróðleik um flest allt sem viðkemur sjávarafurðum og allir starfsmenn fyrirtækisins eru boðnir og búnir til að gera gott betra í samvinnu við íslenskan sjávarútveg.
Nánari upplýsingar veitir Páll Gunnar.