Fréttir

Fundað um áhrif laxeldis á Vestfirði

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Á morgun, fimmtudaginn 8. ágúst, verða haldnir fundir á Ísafirði og á Tálknafirði um áhrif laxeldis á Vestfirði. Fundurinn á Ísafirði verður haldin kl. 12:00 á fyrstu hæð í Vestrahúsinu en fundurinn á Tálknafirði verður haldin í Dunhaga kl. 20:00.

Það eru Matís og Vestfjarðastofa sem boða til fundarins en fyrirlesari verður Gunnar Davíðsson sem er deildarstjóri hjá Troms fylki í norður Noregi.

Á fundunum verður farið yfir áhrif fiskeldis á efnahag og íbúaþróun í Troms og velt upp hvaða áhrif eldi á Vestfjörðum getur haft í fjórðungnum. Er hægt að draga lærdóm af sögu laxeldis í Troms fylki til að meta áhrif þess á mannlíf og efnahag Vestfjarða í framtíðinni?

Nánari upplýsingar um fundinn má finna á vefsíðu Vestfjarðarstofu