Fréttir

Fyrirlestraröð um fiskveiðistjórnun og nýsköpun

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

FarFish verkefnið stendur fyrir röð fyrirlestra um fiskveiðistjórnun og nýsköpun (marine management and innovation) dagana 9-13 mars.

Í FarFish verkefninu er sjónum beint að veiðum fiskveiðiflota Evrópusambandsins á alþjóðlegum hafsvæðum og innan lögsögu þriðja heims ríkja sem gert hafa samninga um aðgang að fiskveiðiauðlindum sínum. Mikilvægur hluti í verkefninu snýr að kennslu og miðlun þekkingar til hagaðila, hvort sem er meðal útgerðarmanna í Evrópu eða fulltrúa strandríkja sem Evrópusambandið hefur samið við. Einn partur af þeirri kennslu og þekkingarmiðlun er í formi námskeiðs sem Háskólinn í Tromsö skipuleggur. Matís bíður þeim sem áhuga hafa á, að sitja einstaka fyrirlestra í námskeiðinu. Streymt verður frá fyrirlestrunum inn í kennslustofu á Matís og í framhaldi verða umræður sem stýrt er af starfsmönnum Matís sem taka þátt í FarFish verkefninu.

Streymi á fyrirlestrana má nálgast hér.

Eftirfarandi fyrirlestrar eru í boði:

Mánudagur 9. Mars

8:15-9:00 Welcome and introduction to the course

9:15-10:00 Fisheries management and international law

12:15-13:00 International legal framework related to fisheries management

13:15-14:00 Data flows between fleets and administrations

Þriðjudagur 10. Mars

8:15-9:00 Control in practice: Use of Vessel Monitoring System VMS / Automatic Identification System AIS

9:15-10:00 Marine Protected Areas MPAs/ Vulnerable Marine Ecosystems VMEs: what, how and why?

12:15-15:00 Fisheries economy

Miðvikudagur 11. Mars

8:15-10:00 Supply chains and value chain

Fimmtudagur 12. Mars

8:15-10:00 Information logistics and traceability

12:15-13:00 Quality and processing

13:15-14:00 Food safety

Föstudagur 13. Mars

8:15-10:00 Fishing vessel economics

Þeir sem áhuga hafa á að sækja einstaka fyrirlestra eru beðnir um að skrá sig minnst sólahring áður en fyrirlestur hefst, með því að senda tölvupóst á jonas@matis.is.

IS