Fréttir

Hefðbundinn dagur hjá Matís

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Hjá Matís eru að jafnaði allmargir starfsmenn/nemendur sem eiga heimkynni annars staða en á Íslandi. Nokkrir starfa hjá Matís árið um kring en aðrir eru hjá fyrirtækinu í styttri eða lengri tíma.

Matís leggur mikið upp úr samstarfi við erlenda aðila jafnt til þess að markaðssetja þekkingu Íslands í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum en auk þess til að sækja þekkingu og fjármagn erlendis frá til þess að styrkja íslensk fyrirtæki. Nánari upplýsingar um alþjóðlegt samstarf Matís má finna hér.

Þessa dagana eru sérstaklega margir erlendir nemendur/starfsmenn að Vínlandsleið 12. Matís sér um kennslu vegna Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna og er því margt um manninn í hádegismat. Nemendur og starfsmenn eru frá 16 löndum, t.d. Malasíu, Indónesíu, Srí Lanka, Kína, Víetnam og Gana svo fáein dæmi séu tekin.

Á myndinni má sjá starfsmenn snæða hádegisverð í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Vínlandsleið.

Nánari upplýsingar um Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna má finna hér.