Fréttir

Hraðvirkari mælingar á örverum en áður

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Í viðskiptum er tíminn oft dýrmætur og sérstaklega ef höndlað er með viðkvæma vöru með stutt geymsluþol, eins og t.d. ferskan fisk. Í athyglisverðu verkefni sem unnið hefur verið að á Rf, í samvinnu við Danmarks Fødevarforsikring, var unnið að því að stytta verulega þann tíma sem líður þar til niðurstöður úr örverumælingum á sjávarafurðum liggja fyrir.

Frá þessu er sagt á vefsíðu AVS-sjóðsins. Ný tækni sem kallast “Real-Time PCR” býður upp á mun styttri svörunartíma en áður var mögulegt, auk þess sem að með “RT-PCR” er verið að beita sambærilegri aðferð á allar gerðir baktería og því miklir möguleikar á að koma upp sjálfvirkum greiningarbúnaði.

Árið 2005 hófst verkefnið sem kallast Hraðvirkar örverumælingar og er Eyjólfur Reynisson verkefnisstjóri þess. Verkefnið er styrkt af AVS, Norfa og Leonardo da Vinci sjóðunum, auk Rf. 

Þess má geta að nýlega birtist grein eftir Eyjólf og samstarfsfólk hans í vísindatímaritinu Journal of Microbiological Methods.  Lesa grein

Sem fyrr segir var verkefnið styrkt af Rf, AVS, Norfa, Leonardo- verkefninu, Danish Agri Business, ESB verkefninu Food-PCR 2, MedVetNet  og CampyFood-verkefni Norræna nýsköpunarsjóðsins.

IS