Fréttir

Grein frá Rf í nýjasta tbl. Ægis

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Í desemberblaði tímaritsins Ægir er að finna grein um rannsóknir sem gerðar voru á Rf um samanburð á geymsluþoli annars vegar eldisþorsks og hins vegar villts þorsks. Eins og áður hefur komið fram hafa niðurstöðurnar vakið athygli víða.

Höfundar umræddrar greinar í Ægi eru tveir sérfræðingar á Rf, þær Soffía Vala Tryggvadóttir og Héléne Liette Lauzon. Þessi rannsókn er hluti af stóru rannsóknarverkefni sem hófst árið 2003 og ber heitið Framtíðarþorskur.

Tvær skýrslur hafa komið út í verkefninu, sú fyrri, Framtíðarþorskur: Gæðamat á eldisþorski (nr. 10-04) kom út í október 2004 og sú síðari, Framtíðarþorskur: geymsluþol, áferð, vöðvabygging og vinnsla eldisþorsks (nr. 26-05) og sú sem greinin í Ægir byggir á, kom út í nóvember 2005. Skýrslurnar má skoða með því að smella hér.

Lesa grein í Ægi

IS