Handbækur

Ferskfiskhandbókin

Ferskfiskhandbókin sem nú birtist á vefnum, fjallar um innganginn að allri almennri fiskvinnslu. Það skiptir í raun ekki máli hver lokaafurðin verður, þess er ætíð krafist að hráefnið sé af bestu gerð. Það er gamaldags og úrelt viðhorf að lélegt hráefni sé hæft til framleiðslu sumra afurða. Allir neytendur eiga kröfu á að þeim sé sýnd tilhlýðileg virðing með því að bjóða þeim aðeins upp á það besta.

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Margeir Gissurarson

Stefnumótandi sérfræðingur

margeir.gissurarson@matis.is

Ferskfiskhandbókin sem nú birtist á vefnum, fjallar um innganginn að allri almennri fiskvinnslu. Það skiptir í raun ekki máli hver lokaafurðin verður, þess er ætíð krafist að hráefnið sé af bestu gerð. Það er gamaldags og úrelt viðhorf að lélegt hráefni sé hæft til framleiðslu sumra afurða. Allir neytendur eiga kröfu á að þeim sé sýnd tilhlýðileg virðing með því að bjóða þeim aðeins upp á það besta.

Gríðarleg þekking hefur orðið til í kjölfar margra rannsókna- og þróunarverkefna undanfarin ár, tæki og búnaður í veiðiskipum hefur tekið stórstígum framförum og það sama á við í flestum vinnslum landsins. Svo allt er til staðar til að framleiða eingöngu gæðaafurðir.

Það er ljóst að þekking er undirstaða þess að framleiða sem mest verðmæti úr sjávarauðlindinni og það er fátt mikilvægara en að gera hlutina rétt frá byrjun, ferskfiskhandbókin er liður í þeirri viðleitni að auka aðgengið að handhægum upplýsingum.

Gerð þessarar handbókar var fjármögnuð af Matís með góðum stuðningi frá Rannsóknasjóði síldarútvegsins.

Hjá Matís er hægt að nálgast mikinn fróðleik um flest allt sem viðkemur sjávarafurðum og allir starfsmenn fyrirtækisins eru boðnir og búnir til að gera gott betra í samvinnu við íslenskan sjávarútveg.

Handbókina má nálgast hér: Ferskfiskbókin – Fjölbreyttar og gagnlegar upplýsingar um framleiðslu á kældum fiski

IS