Handbækur

Handbók um hollustu lambakjöts

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Hugmyndir um hollustu lambakjöts hafa verið nokkuð á reiki. Kjötið hefur liðið fyrir neikvæða ímynd sem hefur loðað við lambafituna síðustu áratugi. Þekkingu í næringarfræði hefur fleygt fram á síðustu árum og ný efni og nýjar hliðar á þessum málum hafa komið í ljós. Lambakjötið hefur ýmsa góða kosti frá sjónarhóli næringar mannsins en athygli almennings hefur ekki beinst að þessum þáttum sem skyldi.

Í þessari skýrslu er leitast við að draga saman skýrar upplýsingar um hollustuþætti lambakjöts fyrir almenning og þá sem veita upplýsingar um vöruna. Ljóst er að margt á eftir að koma í ljós um hollustuþætti í lambakjöti á næstu árum og verður spennandi að fylgjast með þróuninni. Í þessu ættu að felast tækifæri fyrir sauðfjárframleiðendur.
Skýrslan er hluti af verkefni um hollustuþætti í lambakjöti. Styrkur frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins gerði vinnuna mögulega.

Handbókina má nálgast hér.

IS