Fréttir

Hvað er mikil fita í lambavöðva? Upplýsingar um 900 fæðutegundir

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Vissir þú að það er aðeins 0,6% fita í ýsu, 6% fita í lambavöðva en 30% fita í spægipylsu. Þá eru rúmlega 400 hitaeiningar (kcal) af kolvetni og alkahóli í hverjum lítra af bjór. Þessar upplýsingar og margar fleiri er hægt að finna í ÍSGEM gagnagrunninum um efnainnihald matvæla. Þar er að finna upplýsingar um 900 fæðutegundir.

Meðal annars er hægt að fá upplýsingar, um prótein, fitu, kolvetni, vatn, orku, vítamín, steinefni og óæskileg efni eins og kvikasilfur, blý, kadmín og arsen sem getur fundist í matvælum. Til dæmis er hægt að leita að hve mikið prótein er í skyri, en það er um 11%. Til samanburðar er 3% prótein í nýmjólk en það er hins vegar um 70% prótein í harðfiski.

Hægt er að skoða ÍSGEM gagnagrunninni hér.