Fréttir

Íslendingar í lykilhlutverki við að þróa byltingarkennda tækni til fiskveiðistjórnunar

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Mjög gott viðtal birtist um helgina í Fiskifréttum. Viðtalið er við Önnu Kristínu Daníelsdóttur og Jónas R. Viðarsson hjá Matís um evrópska verkefnið MareFrame sem lauk nú fyrir skömmu. Óhætt er að segja að það sem úr verkefninu hefur komið muni hafa víðtæk áhrif til bættrar fiskveiðistjórnunar um allan heim þar sem tekið er tillit til fleiri þátta en áður hefur verið gert.

Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki við að þróa byltingarkennda tækni til fiskveiðistjórnunar. Fiskstofnar eru þá skoðaðir í samhengi við vistkerfið í heild ásamt bæði efnahagslegum og félagslegum þáttum.

Anna Kristín Daníelsdóttir hjá Matís hefur undanfarin fjögur ár stjórnað evrópska verkefninu MareFrame ásamt Gunnari Stefánssyni hjá Háskóla Íslands. Hafrannsóknastofnun gegndi einnig lykilhlutverki í verkefninu. Lokaskýrsla verkefnisins er komin út og verður kynnt fyrir hagsmunaaðilum innan tíðar.

„Fiskveiðistjórnun víðast hvar í heiminum hefur snúist næri einvörðungu um einstaka stofna,“ segir Jónas Rúnar Viðarsson, sem einnig hefur tekið virkan þátt í verkefninu ásamt fleiri Íslendingum.

Sjá meira í Fiskifréttum


Mynd með frétt: Anna Kristín Daníelsdóttir verkefnastjóri MareFrame skammtar Jónasi R. Viðarssyni, verkefnastjóra FarFish verkefnisins, heilsusamlegan skammt af síldarlýsi frá Margildi ehf. en nýtt er að lýsi sé unnið úr uppsjávartegundum. Anna hefur nú lokið störfum í MareFrame verkefninu en Jónas er nýbyrjaður sem verkefnastjóri FarFish og því gott að yfirfærsla þekkingar eigi sér stað að þessu tilefni 🙂