Fréttir

Langt og náið samstarf milli vísinda og iðnaðar

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Í apríl útgáfu evrópska tímaritsins Eurofish Magazine  birtist viðtal við Jónas Rúnar Viðarsson, sviðstjóra verðmætasköpunar hjá Matís.

Í greininni deilir Jónas með lesendum hans sýn á framtíð sjávarútvegs á Íslandi og hvert hlutverk Matís er við að tryggja gæði aflans.

Ný þekking, tækni og nýsköpun hefur rutt veginn að bættum gæðum sjávarafurða og er sú þróun stöðugt í gangi. Orkunýtni og sjálfbærni eru lykilatriði í hátækni sjávariðnaði í dag, bæði til að mæta þörfum viðskiptavina og til að draga úr kostnaði.

Matís hefur unnið náið með sjávarútveginum áratugum saman við þróun nýrra lausna og verkferla. Matís hefur einnig gegnt mikilvægu hlutverki í menntun framtíðar starfsfólks í iðnaðinum, bæði með kennslu í háskólum og vinnu með nemum. Tenging milli iðnaðar, vísinda, menntunar og stjórnvalda er lykillinn að farsælu samstarfi. 

Greinina í heild sinni er hægt að nálgast í Eurofish Magazine bls 63-64, og á eftirfarandi slóð:  Current issue – Eurofish Magazine.