Fréttir

Lífhagkerfisstefna 2016

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis er frétt um lífhagkerfisstefnu fyrir Ísland. Lífhagkerfisstefnan hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið og hefur víðtækt samráð átt sér stað við hagsmunaaðila. Þessi vinna hefur verið leidd af Matís í umboði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Birting stefnunnar á heimasíðu ráðuneytisins er hluti af mikilvægu samráðsferli og eru allir sem vilja láta sig þetta mikilvæga málefni varða hvattir til að kynna sér stefnudrögin og senda inn athugasemdir eða ábendingar, eigi síðar en 20. ágúst 2016.

Um lífhagkerfisstefnuna

Markmið lífhagkerfisstefnu fyrir Ísland eru að styðja sjálfbæra þróun og uppbyggingu atvinnulífs sem byggir á nýtingu lífauðlinda, þvert á hinar svonefndu hefðbundnu atvinnugreinar, landbúnað, sjávarútveg og matvælavinnslu. Við þessa vinnu hefur verið leitast við að fjalla um tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar innan þessara greina atvinnulífsins og hvernig styðja megi við uppbyggingu nýrra greina til framtíðar, hvernig bæta megi nýtingu og minnka sóun, auk þess sem horft er til nýtingar vannýttra auðlinda.

Sjá nánar á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.