Fréttir

Fyrsti vinnufundurinn í MacroFuels

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

MacroFuels er verkefni sem er hluti af Horizon 2020, rannsóknaráætlun evrópu 2014-2020, og hófst verkefnið í byrjun árs. Matís tekur þátt í þessu verkefni sem hefur það að markmiði að þróa eldsneyti úr þangi, til dæmis bútanól, etanól , furanic-efni og lífgas (metan).

Verkefnið tekur til allra þátta í framleiðslu keðjunni: Ræktunar þangs af mismunandi tegundum, uppskerutækni, forvinnslu sem og þróun efnafræðilegra og líffræðilegra umbreytinga á þangsykrum í eldsneytsameindir.

MacroFuelsIceland_GroupPic

Þátttakendur er háskólar, rannsóknastofnanir og fyrirtæki frá Íslandi, Danmörku, Hollandi, Skotlandi, Belgíu og Þýskalandi. Matís mun þróa og rannsaka ensím og örverur til að brjóta niður þennan lífmassa og nýta til eldsneytisgerðar.

Fyrsti vinnufundurinn stóð í tvo daga þar sem farið var yfir fyrstu sex mánuði verkefnins, hvað hefði verið gert og hvað hefði áunnist. Einn dagur var svo vel nýttur í skipulagningu verka í vinnupökkum verkefnisins.

Að loknum fundum fóru þátttakendur saman í Reykjadalinn, og kynntust íslenskri náttúru og böðuðu sig í heitum laugum.

MacroFuelsIceland_ReykjadalurReykjadalur 

Nánari upplýsingar veita dr. Guðmundur Óli Hreggviðsson og dr. Bryndís Björnsdóttir hjá Matís.

IS