Fréttir

Matís með aðkomu að verkefnavali í Sierra Leóne

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Margeir Gissurarson

Stefnumótandi sérfræðingur

margeir.gissurarson@matis.is

Utanríkisráðuneytið undirbýr nú aukningu á tvíhliða þróunarsamstarfi við stjórnvöld í Síerra Leóne. Helsta markmið samstarfsins er að vinna að nýjum verkefnum á sviði fiskimála og bláa hagkerfisins.

Sendinefnd skipuð fulltrúum fjögurra stofnanna er tengjast fiskimálum á Íslandi auk fulltrúum Utanríkisráðuneytisins fór til Síerra Leóne í lok mars síðast liðinn til að kanna aðkomu íslenskra sérfræðinga að verkefnum sem styrkt geta jákvæða þróun fiskimála og bláa hagkerfisins þar í land. 

Fulltrúi Matís í þessari ferð var Oddur Már Gunnarsson en að auki voru fulltrúar frá Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofu og Sjávarútvegsskóla GRÓ. Sendinefndin átti fund með fiskimálaráðherra landsins auk annara fulltrúa ráðuneytisins, annara stofnanna og fyrirtækja og fulltrúum samstarfsríkja er koma að fiskimálum í Sierra Leóne.

Þá heimsótti hópurinn löndunarstaði fyrir strandveiðibáta og fékk innsýn inn í líf fiskisamfélaga, þar sem fiskur er meðhöndlaður, unninn og markaðssettur. Um 70% af lönduðum afla í Síerra Leóne kemur frá strandveiðum.

Í framhaldi af þessari ferð verður unnið með Utanríkisráðuneytinu að frekari útfærslu verkefna þar sem íslenskt hugvit og þekking getur nýst við þróun fiskmála og bláa hagkerfisins í Sierra Leóne.