Fréttir

Vinnufundur um nýtingu þara/þörunga í norður Atlantshafi

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Fimmtudaginn 19. maí stendur Laurentic Forum fyrir tveggja klst. vinnufundi um nýtingu þörunga (seaweed) á norðurslóðum, en fundurinn hefst kl 12:00 að íslenskum tíma.

Farið verður stuttlega yfir stöðu mála hvað varðar nýtingu þörunga á heimsvísu, sem og í Kanada (Nýfundnaland & Labrador), Íslandi, Færeyjum, Írlandi og Noregi. Þá verða kynnt tækifæri í samstarfi og mögulegar fjármögnunarleiðir í rannsóknarsjóðum er tengjast þessari grein, og að lokum fara svo fram umræður.

Frekari upplýsingar og skráning er á heimasíðu Laurentic Froum

Dagskrá:

  • Paul Dobbins, Senior Director of Impact Investing and Ecosystems Services, Aquaculture, World Wildlife Federation
  • Jónas R. Viðarsson, Director of Division of Value Creation, Matis Icelandic Food and Biotech R&D
  • Kate Burns, Founder and CEO, Islander Rathlin Kelp
  • Olavur Gregersen, Managing Director, Ocean Rainforest Faroe Islands
  • Anne Marit Bjørnflaten, Co-owner, Oceanfood AS North Norway
  • Cyr Courtourier, Aquaculture Scientist, Fisheries and Marine Institute of Memorial University
  • Stein Arne Ranes, Senior Advisor, Department of Industry and Economic Development, Troms and Finnmark County Council
  • Moderator – keith Hutchings, Executive Director of the Canadian Centre for Fisheries Innovation   

Laurentic Forum er netverk fyrirtækja og stofnanna í norður Atlantshafi sem hefur það að markmiði að auka samstarf á sviði rannsókna, nýsköpunar og atvinnuuppbyggingar í bláa hagkerfinu innan svæðisins, með sérstaka áherslu á „brotnar byggðir“.

Fyrir hönd Íslands eiga Matís, Sjávarklasinn, Byggðastofnun og Þekkingarsetur Vestmannaeyja sæti í stýrinefnd Laurentic Forum.

Frekari upplýsingar um viðburðinn eða Laurentic Forum veitir jonas@matis.is