Fréttir

Matís og stjórnvöld í Tansaníu í samstarf

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Nú fyrir stuttu undirrituðu stjórnvöld í Tansaníu og Matís samstarfssamning um verkefni upp á um 40 milljónir króna tengt rannsóknum á fiski, fiskvinnslu og úttekt á félagslegri stöðu fiskveiðisamfélaga við Tanganyika vatn í Tansaníu.

Um er að ræða samstarfsverkefni milli Matís, VJI ráðgjöf, Ráðgarðs skiparáðgjöf og GOCH verkfræðifyrirtækis í Tansaníu.  Áætlað er að verkinu ljúki að mestu um mitt næsta ár.

Nánari upplýsingar veitir Oddur Már Gunnarsson hjá Matís.

Tansanía samstarf

Matís er reglulegur þátttakandi í þróunarsamvinnuverkefnum úti um heim. Í þessu samstarfi er t.d. stuðlað að uppbyggingu þekkingar í matvælaiðnaði í þróunarlöndum með samstarfi Matís við Þróunarsamvinnustofnun Íslands, Háskóla Sameinuðu þjóðanna og annarra er vinna að þróunarsamvinnu. Til dæmis hefur Matís verið í Kenía og haldið þar námskeið fyrir fiskeftirlitsfólk á vegum Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og í Mósambík þar sem starfsmenn Matís hafa framkvæmt úttektir á rannsóknastofu í Maputo og aðstoðað og leiðbeint gæðahóp rannsóknastofunnar við undirbúning faggildingar, en Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur stutt stjórnvöld í Mósambík við uppbyggingu opinbers gæðaeftirlits í sjávarútvegi. Vinna við gæðamál rannsóknastofanna í Maputo, Beira og Quelimane hluti af því samstarfi.

Þekking og reynsla af gæðakerfi Matís er nýtt til að leggja lokahönd á verklagsreglur og skjöl sem tilheyra gæðakerfum og svo er ákveðið hvaða skref eru nauðsynleg til að ná endanlegum markmiðum, sem er að sækja um faggildingu.