Fréttir

Morgunfundur hjá Matís um líftækni og tengdar greinar og opnun nýrrar rannsóknaraðstöðu á Vínlandsleið

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Mjög áhugaverður morgunverðarfundur um líftækni og tengdar greinar verður haldinn hjá Matís að Vínlandsleið 12 fimmtudaginn 14. apríl kl. 08:30-10:30.

Mikill uppgangur er í líftækni og tengdum greinum á Íslandi og vilja margir meina að vaxtarbroddar framtíðarinnar liggi þar. Matís er einmitt í góðum tengslum við matvæla- og líftækniiðnaðinn og eru t.a.m. mörg verkefna Matís unnin í samstarfi við fyrirtæki í þessum greinum.

Nú er góður tími núna til að kynna stöðu mála, framtíðarsýnina og afrakstur síðustu ára. Á fundinum verða erindi frá bæði nýjum og eldri fyrirtækjum ásamt erindi frá Matís og HÍ. Fyrirtæki munu einnig kynna starfsemi sína þennan morgun.

Í kjölfar fundarins mun svo gestum boðið að skoða húsnæði Matís að Vínlandsleið 12 sem og Vínlandsleið 14 en þar hafa nokkur fyriræki komið sér fyrir og verður um formlega opnun að ræða á þeim hluta hússins þennan dag. 

Nánari dagskrá þegar nær dregur fundi.

Aðgangur er ókeypis og er morgunfundurinn öllum opinn.

Léttar veitingar í boði.

Vinsamlegast staðfestu komu þína með tölvupósti á liftaeknifundur@matis.is