Fréttir

Nýsköpun í sjávarútvegi – Norrænt samstarf

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Þann 12. maí Hótel Sögu við Hagatorg

Norræna nýsköpunarmiðstöðin, Norræna Atlantssamstarfið, Norræna ráðherranefndin, undir formennsku Íslands og Matís bjóða þér að taka þátt í ráðstefnu og umræðum um nýsköpun í sjávarútvegi.Helstu viðfangsefnin eru:Helstu viðfangsefnin eru:

  • Stuðningur við nýsköpun og norræn samlegðaráhrif / Innovation systems and Nordic synergies
  • Veiðafæri / Fishing gear
  • Eldi / Aquaculture
  • Framleiðsla og dreifing / Processing and distributions
  • Líftækni sjávar þ.m.t. þörungar / Marine biochemicals including Algae Technology

Á ráðstefnunni verða viðurkenndir fyrirlesarar frá Kanada og Norðurlöndunum. Hluti ráðstefnunnar verða pallborðsumræður sem gefa gullið tækifæri til að koma á framfæri sínum sjónarmiðum um áherslur í og stuðning við nýsköpun.

Þetta er ráðstefna sem að þú vilt ekki missa af!

Ráðstefnan verður sett af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Ráðstefnan fer fram á ensku. 

Þátttaka er ókeypis! Tekið er á móti skráningum á meðan húsrúm leyfir.