Fréttir

Nýtt vefforrit til að reikna næringargildi

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Á vefsíðu Matís er nú boðið upp á vefforrit til að reikna næringargildi matvæla út frá uppskrift. Forritið sækir upplýsingar í ÍSGEM gagnagrunn Matís en það auðveldar útreikninga á næringargildinu.

Vefforritið var unnið í verkefninu Nýjar lausnir fyrir vinnu við merkingar matvæla en það var styrkt af Matvælasjóði. Verkefnið var unnið í samstarfi við Samtök smáframleiðenda matvæla / Beint frá býli. Matís hefur unnið með samtökunum mörg undanfarin ár og því var ljóst að þörf var á því að auðvelda vinnuna við merkingar matvæla. Vefforritið á að flýta fyrir og einfalda vinnuna við merkingar matvælanna þar sem bæði er hægt að vinna með ÍSGEM gögn og eigin gögn. Mjög mikilvægt er fyrir smáframleiðendur að halda vel utan um upplýsingar um öll hráefni. Vefforritinu fylgir ítarleg handbók um notkun forritsins og aðrar upplýsingar sem þarf á að halda við merkingar matvæla. Forritunarvinna var unnin af fyrirtækinu Hugsjá ehf.

Vefforritið má nálgast hér.

Leiðbeiningar um notkun vefforritsins má finna hér: