Fréttir

Nýtt verkefni hjá Matís – Lífvirkt surimi þróað úr aukaafurðum

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Mikill skortur er á hágæða surimi í heiminum og einnig mjög vaxandi eftirspurn eftir afurðum með lífvirkni og heilsubætandi áhrif.

Markmið verkefnisins er að þróa og setja upp nýjan vinnsluferil til að framleiða hágæða lífvirkar surimi afurðir úr vannýttu og ódýru hráefni.

Það er mikill skortur á hágæða surimi í heiminum og einnig mjög vaxandi eftirspurn eftir afurðum með lífvirkni og heilsubætandi áhrif. Því er mikið tækifæri núna fyrir Ísland að hasla sér völl á þessum markaði. Í verkefninu verður ferillinn hámarkaður og eiginleikar afurðarinnar mældar og staðfestar af kúnnum. Nýjar aðferðir og blöndur verða þróaðar til að framleiða nýja afurð, lífvirkt surimi, með áherslu á vörur sem geta stuðlað að bættri heilsu neytenda. Surimi afurðir verða svo framleiddar á stórum skala og settar í umfangsmikil markaðs- og neytendapróf erlendis.

Undir lok verkefnisins er ætlunin að á Íslandi verði komin í gang arðbær surimi framleiðsla sem mun leiða af sér fleiri störf, aukinn fjölbreytileika framleiðslu sjávarafurða á Íslandi og aukinna gjaldeyristekna.

Nánari upplýsingar má finna hér.