Fréttir

Matís skipuleggur vísindaheimsókn til Íslands í kringum CAREX verkefni ESB

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

CAREX verkefnið hefur boðið 20 vísindamönnum að heimsækja Ísland til þess að skiptast á skoðunum og læra meira um hverasvæði og líf við erfiðar aðstæður, heitar jafnt sem kaldar. Hvaða staður er betri til þess en Ísland?

Hópurinn mun m.a. heimsækja Hveragerði og Sólheimajökull og er ætlunin að prófa ýmis tæki sem nota á við sýnatöku og mælingar á lífi á jaðarsvæðum, s.s. á mjög heitu eða mjög köldu svæði.

Tengiliður Matís er Viggo Marteinsson, viggo.marteinsson@matis.is, og veitir hann nánari upplýsingar um þessa ferð/heimsókn.