Fréttir

Nýtt verkefni – Nýting á slógi frá fiskvinnslum

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Meginmarkmið verkefnisins er að nýta á arðbæran hátt það slóg sem berst að landi í Þorlákshöfn með afla sem ekki er slægður úti á sjó.

Verkefnisstjóri í verkefninu er Þorbjörn Jónsson hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands og samstarfsaðilar eru:  Matís ehf., Auðbjörg ehf, Atlantshumar ehf., Hafnarnes Ver hf., Frostfiskur ehf., Lýsi hf., Landgræðsla ríkisins, Búnaðarsamband Suðurlands og
MS Selfoss.

Verkefnið er styrkt af AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi.

Stefnt er að stofnun sprotafyrirtækis í lok verkefnisins og mun fyrirtækið leggja áherslu á nýtingu slógsins til áburðarframleiðslu.  Væntanleg hliðarafurð framleiðsluferilsins er hrálýsi

Notkun slógs til áburðargjafar á sér langa sögu um allan heim. Hér á landi var algengt á fyrri hluta síðustu aldar að bera slóg á tún. Slóg hentar vel sem lífrænn áburður jafnt fyrir matjurtir sem og aðrar plöntur og grös. Rannsóknir hafa sýnt að köfnunarefnisinnihald í fiskslógi nýtist betur en köfnunarefni úr tilbúnum áburði, þar sem stór hluti tapast við uppgufun. Slógið hefur mun lengri virkni í áburðargildi þar sem frumefnin eru á lífrænu formi og losna hægar út í jarðveginn.

Nánari upplýsingar um verkefnið eru hér.