Fréttir

Rannsókn á nýju andlitskremi lokið

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Í sumar fór fram rannsókn á áhrifum efna úr þangi á öldrunareinkenni heilbrigðrar húðar. Nú er rannsóknini lokið og tveir vinningshafar hafa verið dregnir út sem fengu 20 þúsund króna gjafabréf og hefur verið haft samband við þá.

Rannsóknin gekk vel og við þökkum öllum þátttakendum kærlega fyrir þeirra tíma og framlag.

Rannsóknin var hluti af verkefninu MINERVA sem miðar að því að auka og bæta nýtingu stórþörunga sem framleiddir eru á sjálfbæran hátt og þróa nýjar verðmætar vörur úr þeim. Verkefnið er styrkt af ERA-NET Cofund Blue Bioeconomy og er samstarfsverkefni fyrirtækja, háskóla og rannsóknafyrirtækja á Írlandi, Íslandi og í Svíþjóð.

Nánari upplýsingar um verkefnið Minerva má nálgast á verkefnasíðu þess hér: MINERVA