Fréttir

Sviðsstjóri fjármála- og rekstrarsviðs 

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Matís leitar að sviðsstjóra fjármála- og rekstrarsviðs. Starfið felur í sér mikil samskipti, samningagerð og greiningarvinnu. Sviðsstjóri heyrir undir forstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Dagleg umsjón og ábyrgð með fjármálum, rekstri og starfsmannahaldi sviðsins
 • Fjárhagsáætlanagerð í samvinnu við sviðsstjóra
 • Fjárhagsuppgjör Matís og uppgjör einstakra verkefna
 • Fjárhagsleg greiningarvinna
 • Ábyrgð á verkefnabókhaldi
 • Þróun á stjórnendaupplýsingum og mælikvörðum rekstrar
 • Yfirumsjón með rekstri fasteigna, mötuneyti, tækjabúnaðar, tölvukerfi og hugbúnaði
 • Yfirumsjón með innleiðingu og þróun á UT verkefnum
 • Samningagerð og samskipti við fjölmarga aðila

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun á sviði fjármála, rekstrar
 • Reynsla af reikningshaldi og uppgjörum
 • Reynsla af stjórnun og rekstri
 • Góð greiningarhæfni
 • Rík samskipta- og skipulagshæfni
 • Góð þekking á fjármálahugbúnaði
 • Reynsla af stafrænni þróun og rekstri upplýsingatæknikerfa er æskileg

Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf. Umsóknarfrestur er til 23. nóvember nk. Öll kyn eru hvött til að sækja um.

Upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is

Matís er leiðandi á sviði matvælarannsókna og líftækni. Hjá Matís starfar um 100 manna öflugur hópur starfsfólks sem brennur fyrir því að finna nýjar leiðir til að hámarka nýtingu hráefnis, auka sjálfbærni og efla lýðheilsu. Hlutverk Matís er að efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs og tryggja matvælaöryggi, lýðheilsu og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu. Matís leggur áherslu á hagnýtar rannsóknir sem auka verðmæti íslenskrar matvælaframleiðslu, stuðla að öryggi og heilnæmi afurða og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.