Fréttir

Rannsóknir Matís kynntar á alþjóðlegri ráðstefnu í Bandaríkjunum

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Árleg ráðstefna Institute of Food Technologists (IFT) var haldin í fyrstu viku júnímánaðar. Þar voru rannsóknir Matís kynntar og var fyrirtækið með hvorki fleiri né færri en 15 veggspjöld

Matís var með 15 veggspjöld/erindi á IFT ráðstefnunni sem var haldin í Anaheim, Kalíforníu. IFT ráðstefnan er stærsta matvælavísindaráðstefna sem haldin er í heiminum og er sótt af fleiri þúsund manns árlega.  Matís kynnti rannsóknir sínar á lífvirkum peptíðum og fjölfenólum úr sjávarfangi, vinnslueiginleikum fiskipeptíða og einnig rannsóknarvinnu tengt bragðgæðum saltfisks.  Rannsóknirnar vöktu mikla athygli og var mikið um fyrirspurnir um samstarf á þessu sviði.  Ljóst er frá þessarri ráðstefnu að mikil vakning er tengt lífvirkum afurðum úr hafinu og er Matís í fararbroddi á þessu sviði.  Næsta IFT ráðstefna er í Chicago 2010 og stefnir Matís á aðra sterka innkomu þá.  Rannsóknir Matís á þessu sviði fara fram bæði í Líftæknismiðju Matís á Sauðárkróki og rannsóknastofu Matís í Gylfaflöt í Reykjavík, í nánu samstarfi við Háskólann í Flórída.

IFTa

Frekari upplýsingar um þessar rannsóknir og ráðstefnuna veitir Dr. Hörður G. Kristinsson, sviðstjóri líftækni- og lífefnasviðs, hordur.g.kristinsson@matis.is.