Fréttir

Rf óskar eftir að ráða verkefnastjóra til starfa á Höfn í Hornafirði

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Um helgina auglýsti Rf eftir því að ráða verkefnastjóra til starfa á Höfn í Hornafirði.  Um er að ræða nýtt starf sem unnið verður í nánum tengslum við starfsemi Frumkvöðlasetur Austurlands ehf.

Hlutverk verkefnistjórans er að stjórna og vinna að verkefnum á vegum Rf. á Hornafirði en þau fela m.a. sér:

  • umsjón með daglegum rekstri, öflun verkefna og áætlanagerð
  • samstarf við fyrirtæki og einstaklinga um verkefni
  • vinna við verkefni sem tengjast humarveiðum og vinnslu
  • kortlagning á tækifærum
  • kynna verkefni og tækifæri í umhverfinu.

Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi í raunvísindum eða verkfræði. Umsækjendur þurfa að hafa frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, gott vald á ensku og íslensku og lipurð í mannlegum samskiptum.

Fyrirhuguð starfsemi verður með aðsetur í þekkingarsetrinu Nýheimum Höfn í Hornafirði.  Í Nýheimum eru  meðal annarra  til húsa Fruman , Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu,  Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Háskólasetur Háskóla Íslands, Þjóðgarðurinn í Skaftafelli,  Þórbergssetur,  Frumkvöðlafræðslan SES, og Fuglaathugunarstöð suðausturlands . Nýheimar er ný sérhönnuð bygging þar sem lögð er áhersla á að innleiða nýja hugsun, tækni og vinnubrögð í menntun, menningarmálum,  þróunarstarfi og nýsköpun, sem nýtist við styrkingu menningar og atvinnulífs.

Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, auk meðmæla sendist til Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknafrestur er til 31.mars 2006. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst

Nánari upplýsingar veitir Sigurjón Arason, sigurjon@rf.is, sími 530 8600

IS